Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 61
6i
guðs bæði fyrir unnustu sinni (bls. 76—77) og fuglunum (bls. 78); en
fyrir sjálfum sér getur hann enn ekki beðið (bls. 76: »er mér bönn-
uð bænariðja fyrir hagsæld minni«). En þetta lagast alt næsta ár
(1899), því þá getur hann ekki einungis lotið að legstað látins vinar
og slesið bæn í klökku hljóði« (bls. 137), heldur er hann þá líka
farinn að biðja fyrir sjálfum sér (»Legg mér, drottinn, lið, sem nægir«,
bls. 175).
Aðaleinkenni G. F. sem skálds eru þau, að hann hefur ágætt
vald á fögru, glæsilegu og kraftmiklu máli og getur lýst því, sem hann
sér, með skýrum og litsterkum dráttum. Tilfinningin virðist að vera
töluvert næm og sterk, en ekki að sama skapi viðkvæm eða þýð. Aftur
er hugarflugið fremur lítið og sjálft sálarlífið og öll þau margbreyttu
öfl, sem brjótast um í því, virðast að miklu leyti húlinn leyndardómur
fyrir honum. Að minsta kosti eru allar lýsingar hans aðallega á því
ytra, en mjög sjaldan á hinu innra eðli og umbrotum mannsandans.
í’ar sem hann nú hefur ekki átt kost á að sjá nema svo fátt með eigin
augum, varla nema héraðið í kringum sig, þá leiðir af þessu, að yrkis-
efni hans verða mjög fábreytt og ná sjaldan út fyrir »heimahagana«.
Sjálfu þjóðfélagslífinu, umbrotum þess og baráttu, sem í rauninni er
stærsta yrkisefnið, hreyfir hann sjaldan við í kvæðum sínum. Undan-
tekning frá því eru þó þessar vísur, þar sem hann lýsir gremju sinni
yfir fáfræði almúgans, er láti miður vandaða og valdsjúka þjóðmála-
skúma hlaupa með sig í gönur (bls. 96):
Að móðir okkar sulli í bijósti holu ber,
sem bráðum hljóta að springa — ei dulið mundi þér;
og það er mauravefur, sem mengið hyggur glit,
og megnið af því heimska, sem fólkið telur vit.
Að þjóðarhofið lekur og gliðnuð grindin er,
þó gulli rend sé burstin — lá opið fyrir þér,
og haglendið, sem framleiðir handa fénu blóm,
er holurð sundurgrafin af bognum refaklóm.
Sama má segja um kvæðið »Bréf til vinar míns« (bls. 241—45), þar
sem hann lýsir hatri sínu til útflutninganna til Ameríku og ást sinni á
ættjörðinni, og tekst honum þar prýðilega upp. Þar segir meðal ann-
ars svo:
Allar þjóðir eiga að verja
eigið land með blóði og höúdum,
inn til dala, út með ströndum
óvinum, sem koma að heija.
Mundi vera betra að brjóta
bol af stofni vestur í löndum,
slíta upp rót með hnýttum höndum,
heldur en frónskri þúfu róta?
Ætlarðu að fara út í bláinn?
yfirgefa litla bæinn?
eigum þínum út á glæinn
öllum kasta og fram á sjáinn?
Ætlarðu að glata ánum þínum?
aíbragðs-hesti, tryggum vini?
þínu góða kúakyni?
kasta í Enskinn börnum þínum?
Þjóðlífshugleiðingar og ættjarðarást koma og fram í kvæðinu »Þórir
Sigurðarson« (bls. 130—32), þar sem hann jafnframt lætur í Ijós