Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 76
76 og eins mætti finna ýmislegt smávegis að orðasafninu, en ég læt það hjá Ííða hér (ég hef gert það annarstaðar, í Arkiv f. nord. filol.); ég tek það aftur fram, að inngangamir eru mjög vandaðir og rækilegir, svo að það er sjaldan eða aldrei, að maður sakni neins. Útgefendurnir eiga mikla þökk skilið fyrir starf sitt og bókin verður mjög þarfleg, t. d. við háskólakenslu. Helztu kvæðin, er tekin eru, eru: Bjarkamál, kvæði úr Hervararsögu, Innsteins- kvæðið (úr Hálfssögu), dánaróður Hjálmars og Hildibrands; sennuvísur úr Ketilssögu og Grímss., Heiðreks gátur, Völsavísurnar, og Buslubæn; þar að auk eru tekin Darr- aðarljóð úr Njálu. F. J. KARL BRASET: SPARBU-MAALET. Oslo 1903. í Noregi er fjöldinn allur til af mállýzkum; yfir 200 eru taldar ; hefur svo að segja hver dalur og hvert hérað sína mállýzku. Til samans eru þær kallaðar bœndamálið til greiningar frá bókmáli því, sem vanalegt er, og tali manna í borgunum, en mál það er danska, sem þó er með dálítið öðrum blæ, en hin eiginlega danska í Danmörk. í Svíþjóð og Danmörk er líka fjöldi af mállýzkum. í^essar mállýzkur hafa mjög verið rannsakaðar og stundaðar, einkum í Noregi og Svíþjóð. I Noregi er alt kapp á lagt að halda bændamálinu firam til vegs og gengis, og hefur áunnist mjög mikið; það er ritað allmikið á því, og nýja testamentið hefur verið þýtt á það mál; kennaraembætti í því hefur verið stofnað við háskólann í Kristjaníu og fleira gert til að hnekkja »dönskunni«. í*ó eru margir, sem þykir oflangt farið, og stendur deila mikil með mönnum út af því (»málþrefið«). í Kristjaníu er félag, sem heitir »Studentmaallaget« og hefur það gefið út smárit það, er stendur nefnt fyrir ofan þessa grein; og er svo að sjá, sem það ætli að gefa út heilan flokk af þess konar mállýzkulýsingum; því að þessi ritlingur er nefndur »Norske maalfore 1«. í honum er stutt lýsing á Spar- byggjamálinu (í Þrándheimi) og sýnishom af því aftan við. Vér treystum oss ekki til að leggja neinn dóm á ritlinginn, en hann sýnist vel og greinilega saminn. F. J. UM í>ORSTEIN ERLINGSSON hefur mag. phil. Rolf Nordenstreng skrifað alllanga ritgerð í finska vikublaðið »Euterpe« (27. sept. 1902) og fer þar mörgum og miklum lofsorðum um skáldskap hans. Kveðst hann fyllilega undirskrifa dóm þann, er Olaf Hansen hafi kveðið upp um hann, »að betra skáld eigi ísland ekki«, og þá sé þó mikið sagt, því skáldskaparlistin standi á háu stigi á íslandi. UM NORÐURLANDAMÁLIN (»Skandinavische Sprachen«) hefur dr. Aug. Gebhardt ritað ágæta grein í »Festschrift der Gesellschaft fíir deutsche Philologie zur Feier ihres 25 jáhrigen Bestehens«, þar sem gerð er glögg grein fyrir öllum þeim helztu vísindalegum ritum og ritgerðum, sem birzt hafa á síðasta fjórðungi 19. ald- arinnar í norrænni málfræði, bæði að því er snertir málmyndalýsing, hljóðfræði, orðskipun, orðskýringar o. fl. Og nær það bæði til forntungunnar (einkum íslenzkr- unnar) og allra hinna nýrri Norðurlandamála. Hverjum þeim, sem vill fá stutt og handhægt yfirlit yfir allar þær nýjungar, sem fram hafa komið í norrænni málfræði á síðari árum, viljum vér ráða til að fá sér þessa ritgerð, því þó hún sé stutt, inni- heldur hún ótrúlega mikinn fróðleik í þessu efni. V. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.