Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 52
52 sér undir tungurótum hverskonar nýyrði og auk þess hefur hann jafnan á hraðbergi valin orð hvaðanæva úr bókmentum vorum að fornu og nýju; og þessi orð skarta ekki í kveðskap hans sem lánaðar fjaðrir og baugabrot, heldur eins og skínandi skrúðklæði, sem enginn hefur áður borið; svo skapandi er sá kraftur, sem fellir hvert orðið við annað. En samt sem áður fá þessi orð meira vald yfir oss einmitt af því, að þau eru oss hálfkunn annarstaðar að; það leikur um þau einhver töfra- blær, þau bregða upp í huganum leiftri, sem lýsir »langt fram á horf- inni öld« og þó svo nálægt: Finst mér að styrmi sterkir vindar gamal-gleymdra geðshræringa; og hálftýndar hugarsjónir daga fram úr djúpi sálar. Af þessum ástæðum hafa svo mörg af kvæðum hans þennan »arn- súg og magnaðan þrótt«, eins konar hrynjandi og trylling, líkt og stæði maður þar sem foss fellur af bergi: Þar hrynur lýðsins hjartablóð sem heilsulind frá bjargsins rót. En hvað hefur þá Matthías kveðið um, hvaða hugsjónir speglast í þessum straumi málsins, hvaða Bifröst leikur yfir fossinum? Flest kvæði hans eru tækifærisljóð; skáldið tekur hörpuna til að kveða um það, sem stundin blæs honum í bxjóst. En í öllum þessum kvæðum er sama lífsskoðunin, sama undiraldan, sem ber uppi og lyftir hverri báru, er rís í hugarhafinu; það er hin bjarta von, trúin á sigur hins góða: Trú þú á táp þitt og fjör og trú þú á sigur hins góða, ilskunnar stæltasta stál stenzt eigi kærleikans egg. Trú þú á sannleikans sál og sameining gjörvallra þjóða, bróðurást, mannúðarmagn, mentun og sigur vors kyns. Það er í stuttu máli llfsskoðun hans, það fyrsta og síðasta boðorð, sem hann brýnir fyrir þjóð sinni. Að syngja þessa trú inn í hvers manns bijóst, hefur verið hans helgasta löngun, til þess heíur hann varið sinni auðugu andagift og óðsnild, og aldrei held ég einlægari bæn hafi stigið frá brjósti hans en þessi yndislegu orð: Ó faðir, gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.