Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 51

Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 51
5i Hvort bindið er um 300 bls. í hinu fyrra eru 146 kvæði og stökur, 88 frumkveðin, 58 þýdd; í síðara bindinu eru 100 frumkveðin kvæði, en 21 þýdd. Tel ég þá öll kvæði sérstök, sem fyrirsögn hafa, þótt þau heyri til stærri heild. I þessum bindum eru mörg beztu kvæði skáldsins, kvæðin um ýmsa merkismenn sögunnar: Snorra Sturluson, Jón Arason, Hallgrím Pétursson, Guðbrand Hólabiskup, Eggert Ólafsson, Lúther. í’ar eru og þjóðhátíðarkvæðin, íslands landnám, Hólastifti, ýms ferðakvæði og sveitakvæði t. d. Skagafjörður. í’ar er kvæðið um hafísinn, þar er hið ódauðlega kvæði um íslenzkuna, og fjöldi annarra kvæða, einkum tæki- færiskvæða við ýms hátíðahöld, til einstakra manna o. s. frv. Hafa flest birzt áður, en nokkur eru ný. í fyrra bindinu eru auk ýmsra annarra þýddra kvæða ssýnishom af lýriskum kveðskap Norðmanna síðan 1835«. Hefur mest af því birzt í Eimr. og víðar, nema skínandi þýðing á kvæði Bjömson’s »Bergljót«. í síðara bindinu em gullvægar þýðingar ágætra Ijóða eftir Drachmann, Tennyson, Longfellow o. fl. Hér kennir því margra góðra grasa, en svo ágætt safn sem þessi tvö bindi yfirleitt em, dylst þó engum, sem fylgst hefur með ljóðagerð Matthíasar, að enn em ókomin mörg ágætustu ljóðin hans; í þessum bindum eru t. d. nálega engin erfiljóð, en ýms erfiljóð hans má telja til fegurstu gimsteinanna í öllum íslenzkum skáldskap. Þau tvö bindin, sem ókomin eru, mega því vera engu minna tilhlökkunarefni en þau, sem þegar em komin. Það er einkennilegt við Matthías, að æskufjör hans og kraftur þverrar ekkert með aldrinum. Aldrei hefur hann kveðið betur en ein- mitt nú. Að tveim árum liðnum verður hann sjötugur, og þá verða öll ljóðmæli hans komin út — í fjómm fögmm bindum. Verður þá ástæða fyrir þjóðina til að átta sig á og minnast, hvílíkt stórvirki þetta »skáld af guðs náð« hefur unnið fyrir bókmentir vorar. Hugsum oss Matthías horfinn úr bókmentunum, — hvílíkt voðaskarð fyrir skildi! Enginn á fremur en hann skilið að heita þjóðskáld. Mörg af kvæð- um hans em hverju bami kunn og hann hefur verið framsögumaður þjóðar sinnar á flestum gleði- og soigarstundum hennar um 30—40 ára skeið. Þegar hann slær hörpuna, lifnar lífæð flestra, því strengirnir era spunnir úr hljómskærustu hjartataugum íslenzkunnar og ómur þeirra er bergmál vorra björtustu vona. Hrifið hjarta væri hæst harpa, hæstri bifan ef heyrast mætti! kveður hann sjálfur; og hver hefur ekki heyrt það og fundið í feg- urstu ljóðunum hans? Braglistin er elzta íþrótt vor. Öld eftir öld hafa íslenzku skáldin leikið sér að því, að bregða æ slungnari hljómþætti úr hreimskærum orðum, sem íslenzkan er svo auðug af; þess vegna er skáldamálið orðið slíkur undragripur andans. Og bragsyngara skáld en Matthías, held ég vér höfum aldrei átt. Hann getur leikið sér að hverjum bragarhætti, fornum og nýjum; ljóðafák hans verður aldrei fótaskortur, hversu »bratt stiginn bragar fótum« sem vegurinn er. Orðgnóttin er óþrotleg, því bæði á hann 4*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.