Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 62
62 gremju sína yfir vanþakklæti þjóðarinnar og meðferð á sínum beztu mönnum, sem oft hefur þótt við brenna: Þar í er þetta: Og heill sé því hverjum, sem hugsar um þig og hlúir þér, aðþrengda móðir, og þeim manni gef ég minn hlýjasta hug, þvi hann er minn andlegi bróðir. Og andi minn fylgir þér, fer með þér eins, þó fallirðu og gangir á hnjánum; og loks, þegar höfuð þitt hnígur í mold, er hugur minn yfir þér dánum. Ég ræð ekki við það, að sjón mín er seidd í sveit minna örendu vina, og yfir því lögmáli ber mér á bijóst, að blómhnappur hver verður sina. Já, svona eru kjörin þín, Fjallkona fríð, með faldinn við blástimda heiði, að þeir, sem að unna þér, oftastnær fá í endurgjald: nábjörg og leiði. Af kvæðum G. F. má sjá, að hann er fremur heilsutæpur maður {bls. 174) og að hann hefur þá trú, að hann verði ekki gamall (bls. 108): Við gátum þess eitt sinn, er gengum við tveir um gróna og sólroðna velli: að fyr myndu höfuð vor hulin í leir, en hár okkar gránaði af elli. Þótt áfangastaðnum ég enn hafi ei náð, í áttina kvöldskuggar sveigja. Og litverpar nornir minn lífdagaþráð með lopum og bláþráðum teygja. Petta gremst honum mjög, — ekki af því hann hræðist dauða sinn, — heldur af hinu, að honum er ljóst, að hann hefur ekki enn náð fullum þroska og að margt af því, sem hann enn hefur afrekað, er fánýtt og lítilsvirði. Á bls. 175 farast honum þannig orð: Við atferli dauðans er önd mín ei hrædd, þó yfir mér karluglan skálminni veifi. En fjandi er það bölvað að falla á knén og fá ekki að stíga á þroskamanns veginn. Að baki er: æskunnar foræði og fen, en fjall-lendi blómvaxið hinum megin. Þessi játning er mikils virði, því hún sýnir framfaramöguleikann. Fyrsta stigið til hans er viðurkenning þess, að manni sé áfátt, en hið næsta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.