Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 50

Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 50
jarðfræðislegum skilningi mjög forn bergtegund, en einmitt innan um hinar fornu bergtegundir finnast oft dýrmætir steinar og málm- ar. Pað sé fjarri mér, að vekja tálvonir um auð í fjöllunum á íslandi, en eitt vildi ég brýna fyrir öllum, sem um þau fara, að gæta sem bezt að öllum afbrigðilegum steintegundum, sem þeir finna. Allir dýrmætir málmar og steinar finnast í fyrst- unni á þann hátt, að vart verður við þá á yfirborðinu, þar sem meira kann að vera dýpra í jörð niðri. Einkum eru gildrög og lækjarfarvegir hneigð fyrir að opinbera leyndardómana. Móðir vor, jörðin, er ríkari en margur hyggur, og það er erfitt að gizka á hvar eða hvenær það kemur að henni að vera gjafmild. pt. Kaupmannahöfn í janúar 1904. G. M. R i t s j á. MATTHÍAS JOCHUMSSON: LJÓÐMÆLI I,—II. (Seyðisfirðí 1902—3). Varla er svo aumur íslendingur, að hann myndi eigi óska sér að eiga öll ljóðmæli Matthíasar Jochumssonar í vandaðri ótgáfu. Herra Davíð Östlund á því þökk og heiður skilið fyrir að hafa ráðist í að gefa almenningi kost á slíkum fjársjóði, og auðséð er, að hann gerir flest, sem í hans valdi stendur, til þess að útgáfan verði sem prýðilegust og höfundinum samboðin. Pappírinn er góður, letrið sjálft fagurt, en ekki er laust við, að það sé á einstöku stað lítið eitt máð og sumstaðar ögn klest; en varla er orð á því gerandi. Framan við fyrsta bindið eru tvær myndir af höfundinum, önnur frá 1872, hin tekin 1893. Auðséð er samt á þessari bók, eins og fleiru, sem gefið er út á íslandi, að hjá oss liggur ekki dauðahegning við prentvillum. Þær eru helzt til margar og margvíslegar. Leiðréttingar við 1. bindi eru heil blaðsíða og í 2. bindi er 3. flokkur talinn IV., og bls. 255 prentuð á undan bls. 254. Slíkt ætti ekki að sjást í neinni bók og sízt svo dýrmætri sem þessi er. Niðurröðun kvæðanna virðist mér all-ábótavant. í hvoru bindinu um sig er þeim raðað í flokka, einkum eftir því, á hvaða tímabili þau eru ort; en ekki er það gert með fullri samkvæmni; sum kvæðin hafa verið sett í flokk sér eftir öðrum einkennum, þannig er t. d. 4. flokk- ur í II. bindi »úr leikritum« og eru þar saman komin kvæði úr leik- ritum skáldsins frá ýmsum tfmum. Innan hvers flokks er tímaröðinni ekki fylgt og loks eru þýddu kvæðin sumpart í sérstökum flokkum, sumpart innan um frumsömdu kvæðin. Þetta gerir ljóðasafnið óhand- hægra.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.