Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 68

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 68
68 þess prýtt snotmm myndum. Af innihaldinu skulum vér aðeins nefna áframhaldið af »Safni til landnámssögu íslendinga í Vesturheimi' (Saga íslenzku nýlendunnar í bænum Winnipeg) eftir síra Fr. J. Bergmann, sem telja má atkvæðamestu ritgerðina, þó margt sé þar fleira gott og hugðnæmt. Almanakið er nú stærra en nokkru sinni fyr og jafnframt að sama skapi fjölskrúðugra. NOKKUR LJÓÐMÆLI EFTIR BYRON. Stgr. Thorstcinsson þýddi. Rvík 1903. þetta er ekki stórt kver, rúmar 130 bls., en nærri má geta, að ekkert vatnsbragð muni að því, þar sem höfundur ljóðmælanna er annar eins skáldjötunn og Byron og þýðandinn annar eins snillingur og Stgr. Thorsteinsson. Sum af kvæðunum hafa verið prentuð áður annarstað- ar, eins og »Bandinginn f Chillon«, »Draumurinn«, »Parisína«, og «Mazeppa«, en önnur eru víst prentuð hér í fyrsta sinn, eins og flest kvæðin »Úr Hebrew Melodies« og »Úr Don Juan«, hin yndislega lýs- ing á ástasælu þeirra Don Juans og Haídí. Framan við bókina er ágæt mynd af Byron og aftan við hana ágrip af æfisögu hans. Eini gallinn á þessu ágæta ljóðasafni er frágangur prentarans. Letrið er bæði klest og skakt sett á blaðsíðumar sumstaðar, og getur manni ekki annað en gramist sá frágangur á öðmm eins gersemisljóðum. V G. Hinar sjö höfuðsyndir. Eftir SELMA LAGERLÖF. Kölski ásetti sér einhverju sinni að gjöra gabb og gys að munki nokkrum. Hann fór því í víða kápu og setti upp barða- stóran hatt og lagði svo af stað til gamla mannsins þangað sem hann sat í skriftastólnum í dómkirkjunni og beið eftir sóknar- bömum sínum. »Virðulegi faðir,« sagði óvinur mannkynsins, »ég er akuryrkju- maður og akuryrkjumanns sonur. Eg fer á fætur um sólarupp- komu og gleymi aldrei að lesa morgunbænirnar mínar, svo vinn ég allan daginn úti á ökrunum. Fæða mín er brauð og mjólk og þegar ég geri mér glaðan dag með vinum mínum, gæði ég þeim á hunangi og aldinum. Ég er eina stoðin foreldranna minna gömlu. Ég er ógiftur og hugur minn hneigist ekki til kvenna. Ég sæki iðulega kirkju og geld tíund af öllu, sem ég á. Virðulegi faðir, þú hefur heyrt skriftir mínar. Viltu nú gefa mér aflát?«

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.