Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Síða 3

Eimreiðin - 01.01.1908, Síða 3
3 skoðuðu það ekki sem blóð og hræ, heldur sem eitthvað goð- kynjað, er varpaði helgi yfir blótlundinn, hofið og mennina, er snerting þess átti sér stað. Mannblót vóru og altíð; goðin eru voldug og grimdarfull, og sú þjóð, sem vill tryggja sér líf og lán til frambúðar, verður því að blóta öðrum í sinn stað, annaðhvort þrælum eða frjálsbornum mönnum eftir hlutkesti. Ætti maður að benda á eitthvað í öllu þessu, sem sérstaklega norrænt, yrði það helzt að vera það, hve eldsins gætir þar undrunarlega lítið; eng- inn reykur né eldslogar eru látnir skyggja yfir ógeðsleik blætanna; hinar bleiku leifar þeirra eru til sýnis í trjám og keldum á helgi- staðnum, eins og þegar verksummerki eftir náttvíg og önnur myrkvaverk koma í ljós með dagsbrúninni. Hér hafa ævagamlir siðleysisblótsiðir haldist í fullveldi sínu niður á norrænu víkinga- öldina. NÁTTÚRUDÝRKUN. Pegar litið er á, í hverjun myndum guðsdýrkunin norræna birtist, má þar greina eins og tvenskonar lög, eldra og yngra. Annað er sú guðsdýrkun, sem bundin er við náttúruna og er eldri, hitt er hofa- og líkneskja eða mynda- dýrkunin, sem er yfirleitt yngri. Ákallan guða í skuggsælum lundum eða undir berum himni má rekja aftur í eiröldina eða jafnvel steinöldina; aftur hefir myndadýrkunin ekki komið upp fyr en á rómverska járnaldartímabilinu. Pennan tvískinnung má sjá í sjálfum Uppsala-véum: frá náttúrunnar hendi höfðu menn þar helgilundinn, askinn mikla og blótkelduna; mannaverkin, sem við er bætt, eru hofið með myndum höfuðguðanna þriggja. Sjálfir eru blótsiðirnir, af því þeir eru svo gamlir, mjög svo bundnir við náttúruna. Blæti guðanna vóru hengd í trjánum, af því þjótandi loftandar fóru burt með sálina í sömu andránni og snaran var hert að hálsinum. Peim, sem drekt var í blótkeldunni, átti vætt- ur í undirdjúpinu að veita viðtöku. I skuggsælum lundum eða undir berum himni eru þeir staðir, þar sem menn snemma á öld- um álíta unt að snúa sér til goðmagnanna; bað í helgivötnum, dans á hæðum og blótgjafir á dysjum eru þættir í dýrkuninni á hinum mildu náttúruhátíðum um miðsumarsskeiðið og á vorin, þegar búfénu er hleypt út. Sérstaklega mikið kveður að þeim sið á Norðurlöndum, að fella blótspán eða varpa hlutkesti undir berum himni, til þess að komast að vilja guðanna. Pessum sið héldu menn stranglega uppi sem fornhelgri venju, jafnvel eftir að farið var að setja návist guðanna í samband við líkneski í hof-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.