Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 3

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 3
3 skoðuðu það ekki sem blóð og hræ, heldur sem eitthvað goð- kynjað, er varpaði helgi yfir blótlundinn, hofið og mennina, er snerting þess átti sér stað. Mannblót vóru og altíð; goðin eru voldug og grimdarfull, og sú þjóð, sem vill tryggja sér líf og lán til frambúðar, verður því að blóta öðrum í sinn stað, annaðhvort þrælum eða frjálsbornum mönnum eftir hlutkesti. Ætti maður að benda á eitthvað í öllu þessu, sem sérstaklega norrænt, yrði það helzt að vera það, hve eldsins gætir þar undrunarlega lítið; eng- inn reykur né eldslogar eru látnir skyggja yfir ógeðsleik blætanna; hinar bleiku leifar þeirra eru til sýnis í trjám og keldum á helgi- staðnum, eins og þegar verksummerki eftir náttvíg og önnur myrkvaverk koma í ljós með dagsbrúninni. Hér hafa ævagamlir siðleysisblótsiðir haldist í fullveldi sínu niður á norrænu víkinga- öldina. NÁTTÚRUDÝRKUN. Pegar litið er á, í hverjun myndum guðsdýrkunin norræna birtist, má þar greina eins og tvenskonar lög, eldra og yngra. Annað er sú guðsdýrkun, sem bundin er við náttúruna og er eldri, hitt er hofa- og líkneskja eða mynda- dýrkunin, sem er yfirleitt yngri. Ákallan guða í skuggsælum lundum eða undir berum himni má rekja aftur í eiröldina eða jafnvel steinöldina; aftur hefir myndadýrkunin ekki komið upp fyr en á rómverska járnaldartímabilinu. Pennan tvískinnung má sjá í sjálfum Uppsala-véum: frá náttúrunnar hendi höfðu menn þar helgilundinn, askinn mikla og blótkelduna; mannaverkin, sem við er bætt, eru hofið með myndum höfuðguðanna þriggja. Sjálfir eru blótsiðirnir, af því þeir eru svo gamlir, mjög svo bundnir við náttúruna. Blæti guðanna vóru hengd í trjánum, af því þjótandi loftandar fóru burt með sálina í sömu andránni og snaran var hert að hálsinum. Peim, sem drekt var í blótkeldunni, átti vætt- ur í undirdjúpinu að veita viðtöku. I skuggsælum lundum eða undir berum himni eru þeir staðir, þar sem menn snemma á öld- um álíta unt að snúa sér til goðmagnanna; bað í helgivötnum, dans á hæðum og blótgjafir á dysjum eru þættir í dýrkuninni á hinum mildu náttúruhátíðum um miðsumarsskeiðið og á vorin, þegar búfénu er hleypt út. Sérstaklega mikið kveður að þeim sið á Norðurlöndum, að fella blótspán eða varpa hlutkesti undir berum himni, til þess að komast að vilja guðanna. Pessum sið héldu menn stranglega uppi sem fornhelgri venju, jafnvel eftir að farið var að setja návist guðanna í samband við líkneski í hof-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.