Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Side 5

Eimreiðin - 01.01.1908, Side 5
5 henni sjálfri: menn helga barnið einum ákveðnum guði. Józkir höfðingjar velja þá helzt Óði'n-, en Upp-Svíar Frey-; en hvar- vetna á Norðurlöndum eru nöfn hundruðum saman samsett með pór-. Pað er í frásögur fært um ýmsa menn á víkingaöldinni, að þeir hafi valið sér einhvern einn guð að fulltríia, sem þeir bygðu alt traust sitt á. Um Svía er sagt, að þeir hafi, þegar að þrengdi í orustum, ákallað einhvern af hinum mörgu guðum sín- um, og að þeir svo að fengnum sigri hafi dýrkað hann og haft hann í meiri hávegum en aðra; og á þennan hátt hafi margir komist að raun um, að guð kristanna manna væri máttugastur og því hallað sér að honum. Slíkt úrval úr guðunum til dýrkunar öðrum fremur hlaut þó að valda hnekki og hnignun í truarbrögð- unum yfirleitt sem þjóðtrú. EINSTAKIR GUÐIR. Peir guðir, sem getið er um að dýrk- aðir hafi verið á víkingaöldinni, eru aðallega þessir: Óðinn, guð herskapar og ráðspeki; T ó r, verndargoð gegn tröllskap, sjúk- dómum og alls konar hættum, að nokkru leyti líka akuryrkjuguð; Freyr, getnaðarguð og frjósemi; Njörður, farmanna guð og velmegunar, einkum dýrkaður við sjávarsíðuna. Týr var hinn forni herguð, og enn fyr á öldum himingoð, en var orðinn at- kvæðalítill og í það mund að hverfa úr sögunni. Ullur var hinn forni goðahöfðingi, en dýrkun hans var þó (einkum í Svíþjóð og Noregi) mjög úr sér gengin, með því að Óðinsdýrkunin færðist í vöxt. Skaði var kunn í sömu héruðunum sem veiðigyðja. Gyðja heimilis og kvennahaga er Frigg eða Freyja, eða báðar þær í sameiningu, ásamt mörgum öðrum gyðjum, annaðhvort dísum yfirleitt eða fjölda gyðja, sem hver hafði sitt sérstaka hlutverk: ein ver húsið fyrir öllu illu (Syn), önnur er læknisgyðja (Eir), þriðja annast að haldin sé orð og eiðar (Vör) o. s. frv. Átrún- aður kvenna virðist frekar en karla bundinn við erfðatrú, við goða- flokka og aragrúa af sérguðum; konurnar urðu og til að halda uppi fornum blótum til verndarvætta einstakra heimila, t. d. »Lokku« í arninum, álfs í bæjarhólnum eða ármanns í fossi eða kletti í grendinni, sem menn frá ómunatíð höfðu fært gjafir. En þrátt fyrir þetta, og þó að margur einstakur bær, einkum í afskektum héruðum í Noregi og á íslandi, héldi fast við þúsund ára gamla venju, fengu þó hugmyndirnar um persónulega guði æ ákveðnari og ákveðnari mynd.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.