Eimreiðin - 01.01.1908, Side 31
3i
Vér áttum ærna garpa
í Islands Laugskörð;
þeir vildu fjötrum varpa,
þeir veittu atsókn snarpa,
þeir unnu ættarjörð.
En nú er önnur öldin
og annað sóknarlið,
þeir ránshönd rétta skjöldinn,
þeir refskák tefla um völdin
og leggja land sitt við.
II.
Hver þorir þá að níða,
sem þetta hafast að ?
Nú skortir verði víða,
nú vantar skáld að þýða
hvað fossunum finst um það.
Pín mynd, þótt máttiaus stand
sé meira’ en nokkurt Ijóð;
að sjá þig verði’ oss vandi,
þvx' vargar fósturlandi
þá gangi sem á glóð.
III.
Rödd:
Vér eigum landið — það örvi andann
og æsi mög —-
með fjöllin þögul og fagrar bögur
við fossalög —
vér heyrum sögunnar hjartaslög.
Vér þurfum vonir og vaska sonu
í vígabál,
vér eigum málið, sem mótar stálið
í mannsins sál —
en liðið strjálast við lítinn ál.
Ei þolir móðir vor mjúka’ og góða
neitt mæðukvein,
því glöggar þjóðir þá ganga’ á hljóðið
og gera’ oss mein,
— en harmaljóð fer úr hverjum stein.
Allir:
Æ, sendu’ oss þá lið í sókn og dáð
og syngdu burt ógn og vanda
og uppvakninga’ annarra landa,
þú skáldið af okkar og íslands náð,
vér allir þér göngum til handa.