Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Side 44

Eimreiðin - 01.01.1908, Side 44
44 Gegn þessu má, án þess að eyða pappírnum til ónýtis, tilfæra eitt dæmi: Við þá birtingu nýrra laga, sem fyr meir tíðkaðist með því að þinglesa þau, var hluttaka undirskipaðra stjórnarvalda nauð- synleg, en þó að þannig ekki yrði hjá henni komist, þá höfðu þessir lógfræðislegu embættismenn alls ekki neitt vald til að breyta nokkru í þeim lögum, sem þeir lásu fyrir til bókunar. 6. Herra S. G. skrifar eftirfarandi ldausu upp úr íslenzku út- gáfunni af riti Jóns Sigurðssonar gegn J. E. Larsen: »Veit ég eigi til þess, að nokkurt alment lagaboð, er gefið var Danmörku eða Noregi, frá þeirri tíð (1537) og þar til einvaldsstjórn komst á í Danmörku, hafi verið álitið lög á Islandi, nema það hafi verið lögtekið þar sér í lagi«. En vilji herra S. G. styðjast við Jón Sigurðsson, verður hann að skýra rétt frá hugsun hans. Á hin- um tilvitnaða stað útlistar J. S., að staða Islands hafi eftir afnám norska ríkisráðsins 1537 orðið óhagstæðari, en hún að hans skoðun var áður, og játar, að J. E. Larsen hafi rétt fyrir sér í því, að alþingi neytti í þá daga mjög svo sjaldan réttar síns, að neita lögum og tilskipunum, er snerta Island, og að samþykki alþingis á lagaboðum líkist því meir og meir eintómri auglýsing þeirra« (svo að engin at- kvæðagreiðsla því fer fram), og hann huggar sig aðeins við það, að almenn lagaboð, er gefin hafi verið Danmörku eða Noregi, hafi ekki að sjálfsögðu verið álitin lög á Islandi, en tiáð þar gildi með sérstöku lagaboði. Sem dæmi þessa nefnir hann, að »kirkjuordínanzía Kristjáns fjórða 1607 er lögleidd sér í lagi á Íslandi með tilskipun 29. nóv. 1622«. Par sem Jón Sigurðsson því segir, að engu almennu lagaboði hafi verið beitt af embættis- mönnunum á íslandi, »nema það hafi verið lögleitt þar með sér- stöku lagaboði« (því þannig er þetta orðað í hinu danska frumriti Jóns Sigurðssonar (bls. 42), en ekki »lögtekið«, eins og herra S. G. les sér til í íslenzku útgáfunni), þá er þessi staðhæfing miklu yfirgripsminni, en ætla mætti eftir framsetningu herra S. G. — Að hugmyndir Jóns Sigurðssonar um, að alþingi hafi haft víð- tækara löggjafarvald fram að 1537, eru rangar, er óþarft að minn- ast á sérstaklega á þessum stað. 7. Einnig áður en einvaldsstjórn komst á er ísland af hálfu stjórnarinnar kallað innlimað land, sbr. bréf Friðriks III. til íslend- inga um hyllingareið 1649 (J. E. Larsen: »Om Islands hidtilvæ- rende statsretslige Stilling», bls. 23) og samkvæmt því, sem áður

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.