Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 60
6o Bréf frá Konr. Maurer. (Til ritstjóra Eimr.) Miinchen, Schelling-Strasse 39, 26. raarz 1897. Háttvirti embættisbróðir! Eg bið yður að afsaka, að ég hefi svo lengi dregið að svara yðar kærkomna bréfi frá 4. þ. m. Eg þjáist af ritstjarfa og er því bæði erfitt um að skrifa og skrifa illa, eins og þér munuð sjá af þessum línum; — að skrifa með ritvél, eins og þér, hefi ég ekki lært, og get heldur ekki á mínum aldri lært framar. Af Eimreiðinni hefi ég fengið öll heftin af tveimur fyrstu árgöngunum, og líka borgað þá báða skilvís- lega. Þar sem Poestion kvartar yfir, að honum sé reiknuð hún með of háu verði, þá gæti það máske verið að kenna bóksala hans í Vín- arborg. Bóksalar vorir panta vanalega mjög lítið af bókum og tíma- ritum frá Norðurlöndum, og eru því fiestir ófróðir um, hvernig eigi að reikna verð þeirra. Pað er undantekning, hve þægilega ég er settur í þessu efni, því ég hefi nú í rúm 50 ár fengið öll þau rit, sem ég hefi þurft að panta frá Norðurlöndum — og sem hefir verið talsvert — frá einum og sama bóksala hér í bænum, svo að hann hefir fyrir lóngu fengið nauðsynlega æfingu og kunnáttu í þeim sökum. Að tíma- rit séu ekki send neinum öðrum en áskrifendum, er almenn venja og líka eins og það á að vera. Mér þykir líka vænt um að geta lagt fram minn litla skerf til þess að styðja að þrifum íslenzks fyrirtækis, sem stjórnað er með dugnaði og einurð. Fyrsta heftið af þriðja ár- ganginum hefi ég ekki fengið; það kemur sjálfsagt með næstu send- ingu af dönskum bókum. Yðar vinsamlegu ummæli um tvenskonar starfsemi mína að því er Norðurlönd snertir gefa mér tilefhi til að fara nokkrum orðum um æfi- skeið mitt og lífsstarf, sem þér þó verðið að skoða sem sagt í fullum trúnaði. Dr Finnur hefir því miður ekki hitt hið rétta, er hann í niðurlaginu á æfiágripi því, sem hann hefir ritað um mig, segir, að h'fsstundir mfnar hafi lítt verið sorgum blandnar, og að andlitsdrættir mínir beri vott um innri ró og frið. Pað mætti með meira rétti segja einmitt hið gagnstæða. Eg hafði þegar á unga aldri mikla unun af vísindalegum störfum, og hafði líka snemma ráðið með mér að leggja stund á germönsk fornaldarfræði; en til þess að komast í kennaraem- bætti hafði ég aldrei minstu löngun, heldur beindist alt nám mitt miklu fremur í þá átt að búa mig undir »praktiska« lífstöðu, og áttu þá vís- indaiðkanir mínar að vera aukaatriði, aðeins sem mentameðal og til hressingar. Einmitt þess vegna kaus ég mér þegar á stúdentsárum mínum að fást við þau vísindi, sem lágu svo langt úr þjóðleið sem orðið gat, sem sé engilsaxneskt og fornnorrænt réttarfar, af því þessi fræði annarsvegar voru nægilega f jarskyld praktisku lífsstarfi, til þess að ráðlegt værí að stunda þau í hjáverkum sér til gamans, og af því þau hinsvegar eru svo lítið stunduð hjá oss, að ég gat búist við, jafnvel þó seint gengi og hjáverkatíminn yrði af skornum skamti, að geta af-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.