Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Page 65

Eimreiðin - 01.01.1908, Page 65
65 arhagfræði. Það er svo sera ekki að því að spyrja, hvar þetta sé; það getur varla annarstaðar verið á Islandi en í Þingeyjarsýslu. þeir eru ekki menn »bókhræddir«, Þingeyingar! Sarnvinnufélagshreyfingin er einhver sú þýðingarmesta efnaleg hreyfing, sem fram hefir komið á síðari tímum. Hún hefir gerbreytt hugsunarhætti manna, og vinnubrögðum að ýmsu leyti. Samvinnufé- lagsskapur er nú talinn einna öruggasta undirstaða hagvænlegra fyrir- tækja, og þeir sem einusinni hafa kynst honum og kunna að meta kosti hans, munu trauðla leggja árar í bát í samvinnutilraunum, þótt stundum mishepnist þær, eins og flest getur hent. Nú er samvinnufélagshugmyndin töluvert farin að ryðja sér til rúms heima á íslardi og að sumu leyti eru ávextir hennar sénir í verkinu, t. d. þar sem rjómabúin eru. Ber því nauðsyn til, ef örugt framhald á að verða á þessu, svo sem æskilegt er, að samræmi sé sem bezt milli krafta þeirra, er fyrirtækjunum hrinda áfram, menn viti á einum staðnum hvað gerist á öðrum; sameiginleg áhugamál þurfa að verða rædd og rakin og athuguð af sem flestum, til hagnaðar öllum hlutaðeigendum. Þetta, að fræða og glæða, er hlutverk tímaritsins, og fer það ekki ólíklega á stað, að því er framkvæmd þess hlutverks snertir. í fyrra hefti tímaritsins er mikið sagt frá kaupfélagsskap ffingey- inga; þar er fróðleg saga Sambandskaupfélagsins, lög þess þar á eftir, skýrslur um verðlag Kaupfélags f’ing. og verðreikning. Ennfremur eru birtar fregnir um erlend félög (samb. fél danska), margar athuganir um samvinnufélagsskapinn o. fl. Flest af þessu virðist vera skrifað af ritstjóranum, Sig. Jónssyni. Hann er áhugamaður mikill í þessu efni og bera greinar hans flestar vott um glöggskygni og þekkingu. Steingr. sýslumaður Jónsson hefir ritað inngangsorð tímaritsins; rekur hann stuttlega sögu kaupfélagshreyfingarinnar í landinu og hvetur menn til starfa í samvinnumálum. Hann er mjög hrifinn af framförum Dana á þessu svæði, og má það að mörgu leyti, en spurning er þó, hvort hann gerir ekki of mikið úr alþýðumentun þeirra. Víst er, að eigi fáir búandmenn í Danmörku eru illa að sér bóklega og hafa litla eða enga hugmynd um það, sem gerist utan þeirra akurlenda og svína- hjarðar. En þeir kunna flestir að búa sér í hag, sem auðvitað er ekki lítilsvert. — í 2. heftinu er fræðslustefnu ritsins haldið vel fram með frásögn- um og skýrslum um samvinnufélög í öðrum sýslum, einkum Eyja- fjarðarsýslu. Yfirleitt er þannig til starfsemi tímaritsins stofnað, að óska ber því langra lífdaga! G. Sv. ÞORLEIFUR H. BJARNASON: MANNKYNSSAGA handa ung- lingum. Sniðin eftir söguágripi Johans Ottosen. Rvík 1905. Þörf var á mannkynssöguágripi á íslenzku handa unglingum. Sögu- ágrip Páls Melsteds var orðið næsta úrelt. Ekki þar fyrir, að annað muni koma að flestu betur ritað eður það, er unglingar verði elskari að; þvt að fágæt mun sú bók, er íslenzkum unglingum gangi betur að »læra« en kver Páls. En hún var að efni til og frásagnarhætti í. 5

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.