Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Qupperneq 70

Eimreiðin - 01.01.1908, Qupperneq 70
70 Brynjiílfssonar á orðinu »utanstefnur» í Gamla sáttmála og telur Gísla hafa fyllilega sannað, að það beri að skilja sem »herstefnur«. En vér fáum ekki séð, að G. B. hafi nokkurn skapaðan hlut sannað í því efni, og verðum að telja skýring Jóns Sigurðssonar hina einu réttu — og hina einu mögulegu samkvæmt sambandi orðsins við það, sem á eftir fer (»utanstefnur skyldum vér engar hafa, utan þeir menn sem dœmdir verða af vorum mönnum á alþingi burt af landinu«). Það er greinilega að- eins átt við xdómstefnur«. Ymsar smávegis villur og ónákvæmni má finna í fyrstu tveim köflunum (um landnámsöldina og þjóðveldistímann), sem kemur af því, að höf. hefir þar bygt á eldri ritum (Munch og Maurer), en ekki þekt nýrri rannsóknir annarra vísindamanna (t. d. Vilhjálms Finsens o. fl.). En með því þetta hefir engin áhrif á aðalefni bók- arinnar, hirðum vér ekki að telja þessa galla. Hitt teljum vér lakara, að texti hans eða þýðing af Gamla sáttmála er alls ekki viðunandi. fýðingin er auðsjáanlega gerð eftir þýðingunni í Noregssögu Munchs, en um hana segir Jón Sigurðsson (Dipl. Isl. I, 669), að hún megi »í sumum greinum heldur kallast nýr sáttmáli eftir hann, heldur en útlegging á sáttmála Islendinga«. Fleira mætti til tína, en ljúfara er að minnast kostanna, og þeir eru miklir og margir. V. G. ENDURREISN ÍSLANDS (»Islandsk Renaissance. I Hundredaaret for Jónas Hallgrímssons Fodsel. Et Stykke Litteraturhistorie«, Khöfn 1907) heitir bók, sem skáldið adjunkt Olaf Hansen hefir gefið út og helgað 100 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar. Er þar fyrst í fáum, en einkar glöggum og skýrum dráttum yfirlit yfir ástand landsins frá því um miðbik 13. aldar, er það varð háð erlendum yfirráðum, og fram á 19. öldina, er viðreisnartímabilið hefst. Því næst er skýrt frá pólitisk- um og andlegum umbrotum á öndverðri 19. öld, einkum starfsemi Fjölnismanna, og að lokum er nákvæmlega skýrt frá æfi og lífsstarfi Jónasar Hallgrímssonar, og verður því bókin mestmegnis um hann. í*ar eru og eigi allfáar þýðingar afkvæðum Jón- asar og þær yfirleitt vel gerðar. Bókin er að mörgu leyti prýðilega af hendi leyst og fræðir Dani um margt. sem þeim var áður ókunnugt. Villur eru þar því nær engar, því varla er teljandi þó Sigurður Breiðfjörð sé þar sagður fæddur tveim árum síðar en rétt er (1800 f. 1798), og J. H. sagður fæddur í Hraundal, þar sem Helga fagra dó fbls. 29) — ruglað saman Hraundal í Mýrasýslu og Hrauni í Öxnadal. Öllu meiri vöntun finst oss það, að Jóns Eiríkssonar skuli vera að engu getið, þar sem skýrt er frá baráttu Skúla fógeta gegn verzlunareinokuninni, en það mun að kenna þeim heimildarritum, sem höf. hefir aðallega stuðst við. Við íslendingar höfum ástæðu til að vera höf. þakklátir fyrir bókina og óska, að hann láti hér ekki staðar nema, heldur haldi áfram sögu viðreisnartímabils vors, enda er það áform hans; því hann tekur það skýrt fram í formálanum, að þessa bók beri aðeins að skoða sem fyrsta hefti af stærra riti um þetta tímabil. Má af því framhaldi mikils góðs vænta, þar sem hér er svo vel byrjað. V. G. FRJÁIvST SAMBANDSLAND Á JDÖNSKU. Gyldendals bókaverzlun í Khöfn hefir gefið út danska þýðingu af riti Einars Hjörleifssonar »Frjálst sambandsland« og er hinn danski titill þess »Danmark og Island«. Er þar aðeins slept úr dálítilli grein s bls. 2., en annars er þýðingin nákvæm og frágangurinn á útgáfunni hinn prýðilegasti. Ein prentvilla er þar þó fremur óþægileg á bls. 49: 121,266,000 f.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.