Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Side 19

Eimreiðin - 01.09.1909, Side 19
179 Úti’ á völlunum alt var slegið. — Ótal ljámýs af dauðu hræi! Unga hafði’ hann í hreiðrum vegið. — Hjartað var ekki af góðu tægi, en hugur meiri’ en í meðallagi. JÓN SIGURÐSSON. Stjórnin og sjálfstædismálið. Sá stjórnmálaflokkur íslenzkur situr nú að völdum, er þjóð- frelsisfánann hefir dregið hæst á stöng — upp í topp meira að segja. Á fána þann hafði hann ritað »sjálfstæði« og veifað hon- um sem skilnaðarfána«. Sjálfstæðisflokk nefnir meirihlutinn sig og er það gott og blessað, ef gera má ráð fyrir, að renta fylgi nafni og honum sé það fullljóst, hvílíka voðaábyrgð það nafn hefir í för með sér. Á sjálfstæðismönnum hvílir sú skylda, að vinna í hvívetna og einbeitt að því, að sjálfstæðistakmarkinu verði sem fyrst náð. ÍVí hafa þeir og heitið þjóðinni og til þessa hefir hún kosið þá á þing. En á herðum þeirra hvílir líka sú skyldan — á meðan þeir halda nafninu — að sýna sig í sann- leika andlega sjálfstæða menn, vera það, hver um sig og allir saman, og hopa hvergi! Sem lítilfjörlegan, en iærdómsríkan, vott þess, hvernig þeim hafi tekist að fara á stað, að því er hið síðara snertir, þykir hlýða að gefa mönnum kost á að sjá grein þá, er afturræk var ger fyrir skömmu (apríl) af blaði þeirra, er yztir stóðu sjálfstæðismegin í flokknum; en greinin fjallaði um hið fyrnefnda sjálfstæðisatriðið, út af stjórnarskiftunum og framkomu fulltrúa meirihlutans, er hann hóf göngu sína, sem valdsmaður, gegn Dönum. Greinin flytur ekkert annað en ómengað sjálfstæðismál og var að auki með fullri undirskrift höf., svo að hún hefði átt vera boð- leg landvarnarblaðinu »Ingólfi«. Hinsvegar gildir efni hennar og athugasemdir enn í dag, og er hún einmitt, það sem hún nær^ hið sama og það, er hér átti að rita um. Orðrétt er greinin (er bar nafnið »Vegamót«) á þessa leið: 12'

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.