Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Page 45

Eimreiðin - 01.09.1909, Page 45
205 laust«. Enn meiri kulda kennir í erindinu næst á undan, þar sem hann er reiður dönskum heimskingjum, af því að þeir hlæi að Islendingum. Danskur vísindamaður, dr. Kálund1), kveður svo að orði um þenna samanburð, að Danmörku sé lítill vegsauki að honum. En hann bætir því við, að það megi ráða af hernaðar- kvæðum Bjarna (Herhvöt og Hergöngunni), að hann hafi ekki alt af verið í sama skapi, er Danir áttu í hlut. Bau kvæði vóru ort, þegar atburðirnir 1807 gerðust. Pau sýna, að Bjarni hefir þá verið Dana megin í huga sér og óskað þess, að Danir berðust drengilega, er þeir, fámennir og fáliðaðir, áttu við ofurefli enskra herskipa að etja. Merkilegt er eitt erindi í Saknaðarstefunum til Hallgríms Schev- ings. Bar er orðtækið danskur Islendingur og það sýnir auk þess, hve ákafa fyrirlitning þjóðræknir og gáfaðir íslendingar um síðustu aldamót hafa haft á þeirri tegund mannfólksins. Bjarni segir um Hallgrím, að hann hafi elskað ættjörð sína af alhuga, sem hann sjálfur(*Fósturjörð sína frjáði hann sem ég öllum huga af«). En svo bætir hann óðara við, að hann hafi sem hann, haldið um danska Islendinga, að þeir væru ekki að neinu nýtir, — rétt eins og sú skoðun væri einkenni á íslenzkum ættjarðar- vinum: »í dönskum Islending dug um fólginn hugði hann ei heldur en ég«. Og Bjarni lætur lesandann ekki ganga þess duldan, að honum þyki slíkt harla lofsvert, því að hann byrjar næsta erindi þannig: »Fátt er þetta af fjölmörgu góðu þess ins mæta manns.« Má af þessu marka landvarnarskaplyndi eins hins djúpvitrasta ís- lendings, sem hefir lifað, — ég á auðvitað við óspilt landvarnar- skaplyndi. Annars væri fróðlegt að vita, hvar og hvenær bólar fyrst á þessu orðtæki— danskur Islendingur — í bókmentum vorum. Bjarni segir ekki, hvað hann skilur við það, enda var þess ekki þörf. Hálfri öld seinna fáum vér líka skýring á því í íslendinga- brag Jóns Ólafssonar, svo að dugir. Jónas Hallgrímsson kemur næst til sögunnar. Hann yrkir ekki mikið um Dani. Hann skopast að þeim fyrir, hve illa þeir þoli kuldann heima: (Dönum verður hér alt að ís undir eins og dálítið *) í grein um Bjarna í Dansk biografisk Leksikon.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.