Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 1

Eimreiðin - 01.01.1911, Síða 1
Ljóðskáld Svía á 19. öldinni. Örstutt yfirlit og nokkur sýnishorn. Eftir MATTH. JOCHUMSSON. Svo virðist sem Norðurlöndin ali fleiri snillinga og andagiftar- menn en hinar stærri þjóðir, að tiltölu. Og ekki standa Svíar á baki Dönum eða Norðmönnum að andríki eða nokkurri snilli, þótt ýmsir þyki bera af öðrum stund og stund. Pað er stór skaði, að vér íslendingar eigum ekkert yfirlitsrit um skáldskap á Norðurlöndum frá ofanverðri 18. öld, eða dögum Gústafs kon- ungs þriðja. Með honum í broddi fylkingar hófu Svíar að kveða hina fyrsta rímu ljóðasögu sinnar; eru þær »rímurnar«, eða sprettirnir, í kveðskap þeirra orðnar 4 eðá 5 að tölu. Helztu skáld Gústafs-aldarinnar í Svíþjóð voru, auk hans sjálfs, þeir Bell- mann, Kellgrén, Leópold, frú Lenngren, Lidner og Oxenstjerna. Næsta skáldaöldin hófst í byrjum 19. aldarinnar með hinni þýzku rómantík (Atterbom, Palmblad, Hammarsköld, Dahlgren o. fl.). Pá hófst og »Gautafélagið«, er einkum orti um þjóðleg eða nor- ræn efni. Pá eignuðust Svíar sín aðal-þjóðskáld. Var Esaías Tegnér þeirra fremstur, en næstir honum þeir Geijer og Ling; enn fremur Franzén, Stagnelius, Sjöberg, Wallin og fl. Um miðja öldina kom enn ný skáldaöld, er þó þótti nokkuð smáfeldari (Nikander, Böttiger, Börjeson, Malmström, Sáterberg, Lindblad, Wennerberg og fl.). Á síðari hluta aldarinnar komu og fram stórskáld; urðu nafnkendastir af þeim þeir Victor Rydberg, Wir- sén, Östergren (Fjalar), Karl Snoilsky og Ágúst Strindberg, þótt marga fleiri mætti nefna, og ekki sízt skáldkonuna Selmu Lager- löf. Pá eru ótalin þjóðskáld Finna, sem á sænsku ortu, og skal einungis nefna hinn fræga Rúneberg og annan mesta mæring þeirra, Z. Topelius. Undir aldamótin óx upp á Vermalandi (ætt- 1

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.