Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Page 61

Eimreiðin - 01.09.1912, Page 61
217 um. Hörundið var svo stríðþanið um enni hans og kinnar, að hann var einna líkastur gamalli skininni hauskúpu, og að hann var lifandi, sást á engu öðru en ofurlítilli glætu á botninum í augna- tóftunum. Og vöðvarnir vóru svo þornaðir að þeir gáfu líkam- anum enga mannsmynd, svo að handleggurinn uppréttur og ber var ekki annað en mjóar beinpípur með hrukkóttu og skorpnu skinni utanum, rétt eins og trjáberki. Hann var í gamalli, nær- skorinni úlpu. Sauðmórauður var hann af sólbruna og svartur af óhreinindum. Hárið og skeggið vóru það eina, sem ljóst var. Höfðu sól og regn í sameiningu barist við það, unz það hafði fengið sama grágræna litblæinn og neðri flötur pílviðarblaðanna. Fuglarnir, sem vóru að flögra fram og aftur til að leita sér að bústað, héldu að Hattó einbúi væri bara annað pílviðartré, sem öxi eða sög hefðu hindrað í viðleitni sinni að hefja sig mót himni rétt á sama hátt og hitt pílviðartréð. Peir flugu hringinn í kringum hann hvað eftir annað, fóru burt og komu aftur, settu á sig leiðina til hans, íhuguðu legu hans með tilliti til ránfugla og storma, þótti hann að vísu fremur óhagkvæmur, en réðu þó af að nota hann, vegna þess að hann var nálægt vatninu og stararþúfunum, forðabúrinu og efniviðnum. Annar fuglinn skauzt eins og elding niður í uppréttu hendina á honum og lagði þar rótartág sína. Pað varð hlé á storminum, svo að tágin fauk ekki strax úr lófanum; en á bænum einsetumannsins varð ekkert hlé: »Drott- inn komi sem skjótast og tortími þessum óguðlega heimi, svo að mannanna börn nái eigi lengur að hlaða synd á synd ofan! Hann frelsi hina óbornu frá lífinu! Til handa þeim lifandi er engrar náðar að vænta!« Svo skall stormurinn á aftur og rótartágin fauk burt úr lófa hans. En fuglarnir komu aftur og reyndu nú að skorða máttar- stoðir nýja heimilisins síns milli fingranna á einbúanum. Alt í einu lagðist þá luralegur og óhreinn þumalfingur yfir stráin og hélt þeim föstum, og fjórir fingur beygðust inn yfir lófann, svo að hann varð hlýr krókur til að byggja í. En einbúinn hélt engu að síður áfram bænum sínum. »Drottinn, hvar éru hin leiftrandi eldský, er brendu Sódóma til ösku? Hvenær ætlar þú að opna þær uppsprettur himinsins, er hófu örkina upp á fjallið Ararat? Eru ekki brúnnar þolinmæði

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.