Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 61

Eimreiðin - 01.09.1912, Blaðsíða 61
217 um. Hörundið var svo stríðþanið um enni hans og kinnar, að hann var einna líkastur gamalli skininni hauskúpu, og að hann var lifandi, sást á engu öðru en ofurlítilli glætu á botninum í augna- tóftunum. Og vöðvarnir vóru svo þornaðir að þeir gáfu líkam- anum enga mannsmynd, svo að handleggurinn uppréttur og ber var ekki annað en mjóar beinpípur með hrukkóttu og skorpnu skinni utanum, rétt eins og trjáberki. Hann var í gamalli, nær- skorinni úlpu. Sauðmórauður var hann af sólbruna og svartur af óhreinindum. Hárið og skeggið vóru það eina, sem ljóst var. Höfðu sól og regn í sameiningu barist við það, unz það hafði fengið sama grágræna litblæinn og neðri flötur pílviðarblaðanna. Fuglarnir, sem vóru að flögra fram og aftur til að leita sér að bústað, héldu að Hattó einbúi væri bara annað pílviðartré, sem öxi eða sög hefðu hindrað í viðleitni sinni að hefja sig mót himni rétt á sama hátt og hitt pílviðartréð. Peir flugu hringinn í kringum hann hvað eftir annað, fóru burt og komu aftur, settu á sig leiðina til hans, íhuguðu legu hans með tilliti til ránfugla og storma, þótti hann að vísu fremur óhagkvæmur, en réðu þó af að nota hann, vegna þess að hann var nálægt vatninu og stararþúfunum, forðabúrinu og efniviðnum. Annar fuglinn skauzt eins og elding niður í uppréttu hendina á honum og lagði þar rótartág sína. Pað varð hlé á storminum, svo að tágin fauk ekki strax úr lófanum; en á bænum einsetumannsins varð ekkert hlé: »Drott- inn komi sem skjótast og tortími þessum óguðlega heimi, svo að mannanna börn nái eigi lengur að hlaða synd á synd ofan! Hann frelsi hina óbornu frá lífinu! Til handa þeim lifandi er engrar náðar að vænta!« Svo skall stormurinn á aftur og rótartágin fauk burt úr lófa hans. En fuglarnir komu aftur og reyndu nú að skorða máttar- stoðir nýja heimilisins síns milli fingranna á einbúanum. Alt í einu lagðist þá luralegur og óhreinn þumalfingur yfir stráin og hélt þeim föstum, og fjórir fingur beygðust inn yfir lófann, svo að hann varð hlýr krókur til að byggja í. En einbúinn hélt engu að síður áfram bænum sínum. »Drottinn, hvar éru hin leiftrandi eldský, er brendu Sódóma til ösku? Hvenær ætlar þú að opna þær uppsprettur himinsins, er hófu örkina upp á fjallið Ararat? Eru ekki brúnnar þolinmæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.