Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 3
77
verjast næmum sjúkdómum); sóttvarnir, siglingar, að meðtöldum
kaupferðum (nema að því er snertir stöðuvötn og heilbrigðis og
hafnarreglugerðir á einstökum stöðum).
(8) Um vita, dufl og hverskonar sjómerki.
(9) Um myntina, löglegan gjaldeyri og hverskonar breyting
á vog og mæli.
(10) Um firmamerki, vörumerki, útgáfurétt og einkarétt (á
uppgötvunum).
(11) Um öll þau málefni, er hér segir (í þessum lögum nefnd:
sundanskilin málefni«):
(a) Pau málefni, er um ræðir í lögum um jarðakaup á ír-
landi, lögunum um ellistyrk, 1908 og 1911, þjóðtryggingarlögun-
um, 1911, og verka-viðskiftalögunum, 1909.
(b) Skattheimtan.
(c) Ríkis-lögreglan á írlandi, stjórn hennar og eftirlit með
henni.
(d) Póstsparisjóðir, fjárhaldssöfnunarsjóðir og sjúkra- og
greftrunarsjóðir.
(e) Opinber lán, sem tekin hafa verið á Irlandi, dður en
þessi lög gengu í gildi.
Öll lög, sem samþykt kynnu að verða og koma í bága við
þessar takmarkanir, skulu vera ógild.
3. gr. Að því er snertir meðferð á löggjafarvaldinu sam-
kvæmt þessum lögum, þá skal alþingi íra ekki setja nein lög, er
miði að því, hvorki beinlínis né óbeinlínis, að stofna trúarbrögð
eða veita nokkurri trúarstefnu hlunnindi, né hindra frelsi hennar,
né láta nokkurn hafa forgangsrétt, einkaréttindi eða hagnað, né
gera nokkurn óhæfan eða láta hann bíða hnekki sökum trúar-
skoðana sinna eða afstöðu sinnar til trúar- og kirkjufélaga, né
gera nokkra trúarskoðun eða trúarsiði að skilyrði fyrir gildi nokk-
urs hjónabands.
Öll lög, sem koma í bága við þessar takmarkanir, skulu
vera ógild.
II. FRAMKVÆMDARVALDIÐ.
4. gr. (1) Framkvæmdarvaldið skal, eins og hingað til, vera
í höndum konungs, með þeim einum takmörkunum, að því er
snertir sérmálastjórn írlands, sem lög þessi gera nauðsynleg.
(2) Að því er snertir sérmálastjórn írlands, þá skal landstjór-