Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 42
glæpum, sem unnir eru, stafa frá þeim. Og það er engin furða, þó útburðirnir komi á kreik, þegar illa stendur í bælið þeirra, og verði þá til tjóns þeim, sem koma í námunda við þá. Það má nú að vísu með sanni segja, að hér á landi þekkist ekki slík eymd og niðurlæging manna, sem í sumum stórborgum erlendis, ekki eins svart myrkur vanþekkingar og eymdar, eins og þar sem verst er. Og vér megum telja oss sæla þess. — En hitt er víst, að í þessu landi er stór hópur, sem ekki kemst á sína réttu hillu í mannlífinu fyrir þá sök, að uppeldið er vanrækt. Sú vanræksla er oft ekki fyrir viljaskort foreldranna eða annarra að- standenda, heldur fyrir fátækt. Fyrir þá sök verða margir að hálfum mönnum, sem ætlaðir voru til annars meira; fyrir þá sök liggja margir þeir hæfileikar í dái, er vinna mættu þrekvirki, ef þeir væru vaktir og tamdir. Og ekki veit ég hvað er sorglegra, en að sjá fátæktina leggja kalda höndina á saklausan vanga barnsins og ræna hann roðan- um. — Mér er í minni lítið atvik af ferðum mínum. Eg kom inn í kotbæ, þar sem verið var að kenna fimm börnum. Kennarinn var sjötugur karl, sem nú var orðinn ófær til allrar vinnu, en honum var ant um börnin, og þeim um hann. Af því varð eins og hlýrra og bjartara þarna inni í baðstofukytrunni með tveggja rúðu gluggum. Mér varð starsýnt á eitt barnið. Pað var 11 eða 12 ára gömul stúlka. Hún var tötralega klædd og mögur — og næstum veikluleg; en andlitið var svo átakanlega fallegt, vöxt- urinn svo mjúklegur, hreyfingarnar svo þýðar, að ég gat ekki haft af henni augun. Ég var að hugsa um, hvernig hún mundi líta út, ef hún ætti gott; því það var auðséð, að skorturinn var smámsaman að draga töfrablæju örbirgðarinnar yfir þessa meðfæddu fegurð, og ekkert líkara, en að hann mundi eiga að sigra, ef til vill fyr en varði. Og því lengur sem ég hugs- aði um þetta, því 'ónotalegra varð mér innanbrjósts; og þegar ég var farinn, fanst mér eins og ég væri orðinn samsekur öðrum um það, að þessi litla stúlka fengi ekki að njóta sín. Ég hafði þózt sjá, hvað í lienni bjó, ég hafði séð, hvernig níð- höggur örbirgðarinnar nagaði hinar viðkvæmu rætur þessa fagra blóms — og ég hafði ekkert gert, til að rétta hjálparhönd. Ég skal játa, að mér fellur altaf illa, þegar ég hugsa um þetta barn. — En það eru svo mörg dæmi þessu lík; ég er viss um, að flestir hafa einhverntíma kent til af því, að sjá, hve ilt munaðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.