Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 10
84
• VI. DÓMSVALDIÐ.
27. gr. Dómarar í hæstarétti eða öðrum yfirdómum á Ir-
landi eða héraðsdómum skulu, eftir að l'óg pessi hafa gengið í
gildi, skipaðir af landstjóra, og halda embætti eftir sömu reglum,
eins og nú gilda; og meðan þeir eru í embætti, má ekki minka
laun þeirra né eftirlaunarétt án samþykkis þeirra.
28. gr. (i) Áfrýjanir frá dómstólum á írlandi til lávarðadeild-
arinnar (efrideildar) skulu hætta; og þar sem einhver mundi, ef
þessi lög hindruðu eigi, hafa átt rétt á að skjóta máli sínu frá
írskum dómstóli til lávarðadeildarinnar, pd skal hann eiga sama
rétl d að skjóta mdli sínu til konungs í ríkisrdði, og gilda þá
öll hin sömu lagaákvæði, sem annars gilda um málskot til kon-
ungs í ríkisráði og um dómnefnd ríkisráðsins.
(2) Pegar dómnefndin situr til að hlýða á áfrýjanir frá dóm-
stólum á Irlandi samkvæmt ákvæðum þessara laga, skulu við-
staddir eigi færri en 4 yfirdómarar og að minsta kosti 1 dómari,
sem er eða hefir verið dómari í hæstarétti á Irlandi.
(3) Konungur skal árlega halda dómfund í ríkisráði, til að
hlýða á áfrýjanir frá dómstólum á Irlandi, og skulu þá meðlimir
ríkisráðsins, eða sumir þeirra, sitja þann dómfund, til að hlýða á
téðar áfrýjanir. Sæti á dómfundinum, sem losna af tilviljun á ár-
inu, má fylla með konungsúrskurði.
(4) Ekkert í þessum lögum skal hafa áhrif á vald lávarða-
deildarinnar til að dæma um rétt til lávarðatignar á írlandi.
29. gp. (1) Ef landstjóra eða ráðherra virðist það áríðandi
fyrir almennings hag, að ráðstafanir sé gerðar til skjótrar úrlausn-
ar á þeirri spurningu, hvort írsk lög eða frumvörp, eða einstök
dkvœði peirra, fari út fyrir valdsvið alpingis íra, getur hann
borið hana upp fyrir konung í ríkisráði, og skal þá téð spurning
jafnharðan upp borin og úrskurðuð af dómnefnd ríkisráðsins, og
sé hún þá skipuð á sömu lund og við áfrýjanir frá dómstólum á
írlandi.
(2) þegar spurningin er prófuð, má leyfa þeim mönnum, sem
dómnefndin álítur málið skifta miklu, að mæta í dómsalnum og
hlýða á þá sem dómsaðila, og úrskurður dómnefndarinnar skal
feldur á líkan hátt og um úrskurð í áfrýjuðu máli væri að ræða,
og fyrir opnum dyrum frá því skýrt, í hverja átt skýrsla hennar
eða tillögur til konungs fari.
(3) Ekkert í þessum lögum skal að neinu öðru leyti hnekkja