Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 74
148
öll heimili í landinu, og jafnframt sjá um, að allir þeir, sem gróður-
setja vilja trjáplöntur á skógræktardögum, gætu fengið þær ókeypis.
Kynslóðin, sem nú lifir, má ekki láta sig þá skömm henda. að skila
landinu í hendur eftirkomenda sinna í sömu niðurníðslu og eins beina-
beru, eins og forfeður vorir hafa eftirlátið oss það. Hér þarf sannar-
lega að hefjast handa, og eldri mennirnir mega ekki synja æskulýðn-
um, sem hér er að brjóta ísinn, um stuðning sinn og liðsinni Því
ötlu fegurri vott um sanna ættjarðarást er naumast unt að sýna, en
að styðja að því, að klæða landið sitt, — að skila því grænklæddu
og prúðbúnu í hendur barnanna sinna. y Q
SELMA LAGERLÖF: HEIMILIÐ OG RÍKIÐ. Þýtt af Lauf-
eyju Valdemarsdóttur. Rvík 1912.
Það er einkar-hugðnæm kvenfrelsisræða þetta, og allótík flestum
öðrum. Ekkert orð um ófrelsi og undirokun, heldur einungis saman-
burður á starfi konunnar og karlmannsins. Hennar starf gegnum ótal
aldaraðir hefir verið að skapa heimilið, Það er hennar meistaraverk.
Það mun enginn karlmaður dirfast að eigna sér. En starf karlmanns-
ins hefir aftur verið að skapa ríkið eða þjóðfélagið.
En þó heimilið sé verk konunnar, þá hefir hún ekki skapað það
ein. Hún hefir ætíð haft bóndann við hlið sér. En aftur hefir karl-
maðurinn unnið einn að sköpun ríkisins. En hvernig hefir það hepn-
ast? Á hvað bendir stéttahatrið, hótanir um gjörbyltingar o. s. frv. ?
Mundi ekki eitthvað vanta á, að þetta verk geti heitið fullkomið ?
Ætli samvinna karla og kvenna gæti ekki bætt eitthvað úr tilfinnan-
legustu göllunum ? Sú er skoðun kvenfólksins og þess vegna vill það
nú, er ríkin leika á reiðiskjálfi, hefja þjóðflutninga inn á verksvið
karlmannsins og starfa með honum að sköpun eða ummyndun þjóð-
félagsins.
»Ó, við konurnar erum ekki fullkomnar; þið karlmennirnir eruð
ekki fullkomnir fremur en við. Hvernig eigum við að ná til þess, sem
gott er og göfugt, án þess að hjálpa hvort öðru?
Við höldum ekki, að verkið gangi fljótt, en okkur finst, að það
væri synd og heimska, að hafna hjálp okkar. Við trúum því, að storm-
ur guðs leiði okkur.
Litla meistaraverkið, heimilið, var okkar verk, með aðstoð karl-
mannsins. Stóra meistaraverkið, góða ríkið, mun karlmaðurinn skapa,
þegar hann tekur konuna sér til hjálpar, í alvöru*.
Á þessum orðum endar ræðan, og í þeim felst líka kjarni hennar.
V. G.
ÞORSTEINN BJÖRNSSON: íslenzkir höfuðlærdómar.
Winnipeg 1912.
Bók þessi er í 5 köflum; fyrst eru »inngangsorð«, því næst 3
þættir: I. »Lúters-trúin«, II. »Únítara-kenningin«, III. »Nýja guðfræðin<.,
og að lokum »niðurlag«. Eru þar rakin meginatriði þessara trúarfræða
eða kenningarkerfa, og virðist þar nokkurnveginn rétt frá skýrt, en þó
greinilega dreginn taumur Lúters-trúarinnar og að sama skapi hallað á
»nýju guðfræðina«, sem »sé (viljandi eða óviljandi?) villandi um veg-