Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 27

Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 27
IOI Ég er að vona, að þú komist samt í tæka tíð, ef þú fiýtir þér.« Tómas hélt svo áfram niður að ánni með fiskistöngina sína um öxl. Eftir að hann hafði gengið spölkorn, stanzaði hann og lagði eyrað við; jú, víst væri það eimpípan; það hlyti að vera eim- reiðin. »Heyrðu, Nonni minn, ég held þú verðir að taka til fótanna og hlaupa alt hvað af tekur! — — — Að geta nú fengið af sér að láta barnið verða of seint, eina skiftið á árinu sem það fær að gera sér ofurlítið til gamans!« tautaði hann við sjálfan sig og hristi höfuðið. Og Jón litli þaut af stað eins og fætur toguðu. Framan af fanst honum hann geta tekið hverja hæð í tveimur eða þremur stökkum, en brátt fór honum að verða þyngra um hlaupin. Við og við rak hann tærnar í tinnustein, en hann herti þá því meira á hlaupunum, til að draga úr sársaukanum. Nú var hann kominn að stöðvarhæðinni; hann hljóp svo hart, að hann lá hálf-flatur. farna, þar sem hæðin skygði fyrir alla útsýn fyrir framan hann, var eins og léði hræðslan fyrir því að verða of seinn honum vængi: »Ég næ ’enni ekki, ég næ ’enni ekki!« tautaði hann i hálf- um hljóðum við hvert spor. Græni skógurinn með bládjúpum firðinum umhverfis, félag- arnir hans kátu, leikirnir, sem farið yrði í, dansinn, hljóðfæraslátt- urinn, kaffið ilmandi og ljúffengu hveitikökurnar — — alt þetta fanst honum nú hverfa í reykinn úr eimreiðinni, sem var að þjóta á stað. Honum lá við andköfum, þegar hann loksins komst upp á hæðina; og það var einhver eyðileg dauðakyrð hinumegin. »Ég næ ’enni ekki, ég næ ’enni ekki!« flaug stöðugt í gegnum huga hans. Éað væri þó ekki ómögulegt, að lestin leyndi sér á bak við rauða stöðvahúsið. — Jú, svei-mér þá! kom ekki reykur þarna upp fyrir þakið? Jón litli hljóp eins og hann stiklaði á glóðum; og skórnir, sem hann bar um öxl, slógust látlaust saman og gerðu hvin aftan í hnakkanum. Nú beygðist vegurinn til hægri, og kom þá í ljós, að reyk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.