Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 68

Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 68
142 Ég varð að gjöra það, annars hefði ég ekki fengið hana. En hversvegna sögðuð þið, að ég hefði engan vilja? — Ja, það var hann faðir þinn, sem sagði það, barnið gott, og hann vissi ekki betur. Fyrirget'ðu honum það, því hann er dáinn. Reyndar eiga börn ekki að hafa neinn vilja, en fullorðnir eiga að hafa hann. — Þessu veikstu laglega af þér, mamma? Börn eiga ekki að hafa hann, en fullorðnir eiga að hafa hann. — Heyrðu, Gústaf, sagði móðirin; Gústaf Hljómur. . . Éað voru bæði nöfnin hans; og þegar hann heyrði þau, varð hann aftur að sjálfum sér. Alt annað, konungar og djöflar, meist- arar og fyrirmyndir, feyktust á brott, og hann var ekkert nema sonur hennar móður sinnar. Éá lagði hann höfuðið í kjöltuna á henni og sagði: — Nú vil ég deyja? Ég vil deyja! GUNNAR GUNNARSSON þýddi. Ritsj á. JÓN TRAUSTI: SÖGUR FRÁ SKAFTÁRELDI. I. Rvík 1912. Það er nú svo komið, að maður grípur hveija nýja sögu eftir Jón Trausta með áfergju og eftirvænting, og les hana í einni striklotu. Svo fer oss að minsta kosti, og sama mun fleirum verða. Og maður verður heldur ekki fyrir sérlegum vonbrigðum, að því er nautnina snertir af lestrinum, jafnvel þar sem um er að ræða lýsingu á jafn- hryggilegu ástandi, eins og eftir Skaftáreldana miklu 1783. í höndun- um á Jóni Trausta fær sú lýsing á sig nýjan blæ, af því hann kann svo vel að vefa saman hið ægilega og þægilega, hið sorglega og skemtilega, svo að alvaran og gamansemin haldast nokkurnveginn í hendur f huga lesandans, án þess að annað beri hitt algerlega ofurliði. Að fara að rekja hér sjálfan söguþráðinn í þessari bók, hefur ekkert að þýða. Hann er aðeins umgjörð utan um alt hitt, eða máske öllu heldur uppistaða, sem halda á sarnan öllu því breytilega og marglita ívafi, sem ofið er í hana, og sem aðallega ræður áferð og litbrigðum vefnaðarins í heild sinni. Aðalatriðið er: að bregða upp mynd af ástandinu skömmu fyrir aldamótin 1800, sýna hag manna og menningarástand, hjátrú og trúarlíf, siðvenjur, búninga, hýbýli, mataræði o. s. frv. Og þetta tekst Jóni Trausta svo vel, að maður

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.