Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 1
Heimastjórn Ira.
Eins og kunnugt er, hafa írar nú í 40 ár (síðan 1872) háð
snarpa baráttu fyrir því, að fá sérstakt löggjafarvald og heima-
stjórn (Home Rule) á írlandi. Fyrst framan af mættu kröfur
þeirra almennri mótspyrnu á Englandi, en 1886 tók Gladstone i
strenginn með þeim, og síðan hefir meirihluti frjálslynda flokksins
á þingi Breta jafnan verið þeim sinnandi. Afstaða Gladstones til
þessa máls varð honum þó að falli um sinn, en hann komst
samt aftur til valda 1892, og hélt þá enn fram sömu stefnu. En
þó heimastjórnarfrumvarp hafi náð samþykki neðrideildar á þingi,
þá hefir efrideild (lávarðadeildin) jafnan hrundið því, og með því
eytt málinu.
Lengst hefir málið komist síðastliðið ár, með því að núver-
andi stjórn Breta hefir lagt fyrir þingið heimastjórnarfrumvarp,
sem fulltrúar íra hafa gert sig ánægða með og veitt einhuga
fylgi. Og í janúarmánuði í ár (1913) var frumvarp þetta samþykt
í neðrideildinni með 368 atkv. gegn 258. En áður en mánuður-
inn var á enda (31. jan. 1913) var efrideild búin að fella það
með 326 atkv. gegn 69, og atkvæðamunurinn því geysimikill.
Frá baráttu Ira fyrir heimastjórn og gangi málsins á þingi
Breta hefir oft verið skýrt í íslenzkum blöðum; en frá efni heima-
stjórnarfrumvarpanna eða hve rífleg sú heimastjórn er, sem fram
á er farið, hefir ekki verið skýrt. Par sem við Islendingar nú
eigum í sjálfstjórnarbaráltu við Dani, og oft hefir verið látið
klingja, að þeir væru örðugir í viðskiftum, þá þykir oss líklegt,
að mörgum lesendum vorum muni þykja fróðlegt að sjá, hve ríf-
leg sú heimastjórn er, sem frjálslyndi flokkurinn á Englandi vill
unna írum, og þeir gera sig ánægða með, til þess að geta borið
hana saman við þá heimastjórn, sem Danir hafa viljað unna ís-
lendingum. Vér birtum því hér á eftir þýðingu á heimastjórnar-
frumvarpi því, er núverandi stjórn Breta lagði fyrir alþingi Breta.
6