Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 58

Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 58
132 dæmir mig ekki sekan, án þess ég mæti ákærendum mínum aug- liti til auglitis.« Pá benti guð almáttugur einum englanna, og hann flaug þeg- ar af stað inn eftir himinsalnum. Og litlu síðar varð Don Júan að bregða hönd fyrir augun, af því sterkur bjarmi nálgaðist. Pað var engillinn að koma aftur með skínandi hóp af ungum kvensálum; þær liðu niður með hægum vængjatökum og fylktu sér kringum dómstól guðs. Parna voru allar þær konur, sem Don Júan hafði flekað á jarðríki. »Donna Elvíra — segðu nú við tálsegginn þarna, að hann hafi svarið þér trúnað og svikið þig, og að það hafi verið honum að kenna, að þú drektir þér í tjörninni!* Donna Elvíra, sem nú var skínandi engill, hóf upp höfuð sitt og leit á Don Júan, en roðnaði alt í einu og leit niður fyrir sig. »Donna Elvíra — hví roðnar þú og þegir! Vertu óhrædd, nú skal hann ekki gera þér nokkurt mein — segðu bara örugg, að það hafi verið hanr., sem rak þig í dauðann.« Donna Elvíra tók báðum höndum fyrir andlitið og svaraði að lítilli stundu liðinni: »Guð almáttugur! Eg er búin að gleyma því.« Pá snéri guð drottinn sér reiður að einni hinna: »Donna Margueríta della Varenza — berðu nú fram kæru þína gegn þess- um syndara. Heillaði hann þig ekki með hunángssætum orðum, enda þótt þú værir skírlíf og manni gefin, drap hann ekki eigin- mann þinn fyrir augunum á þér, og lét hann þig svo ekki siðar eina, öllum að háði og spé, svo þú mistir vitið og stakst úr þér augunr* Donna Margueríta della Varenza rendi augunum snöggvast til Don Júans og roðnaði við, en að vörmu spori spenti hún greipar fyrir augliti guðs: »Miskunsami faðir! ég...ég er búin að gleyma því!« Pá talaði guð almáttugur til hinnar þriðju konu: »Donna Annúnzíata — ég skipa þér að segja satt! Segðu Don Júan, að það hafi verið hann, sem gerði þig að barnsmorðingja! Segðu honum, að það haft verið honum að kenna, að þú árum saman sazt í fangelsi í jarðhúsi, þar sem þú rotnaðir lifandi af raka og myglu!« 3?á spenti Donna Annúnzíata greipar fyrir augliti guðs og féll á kné með auðmýkt: »Guð almáttugur! ég er búin að gleyma því!«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.