Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 58
132
dæmir mig ekki sekan, án þess ég mæti ákærendum mínum aug-
liti til auglitis.«
Pá benti guð almáttugur einum englanna, og hann flaug þeg-
ar af stað inn eftir himinsalnum. Og litlu síðar varð Don Júan að
bregða hönd fyrir augun, af því sterkur bjarmi nálgaðist. Pað var
engillinn að koma aftur með skínandi hóp af ungum kvensálum;
þær liðu niður með hægum vængjatökum og fylktu sér kringum
dómstól guðs. Parna voru allar þær konur, sem Don Júan hafði
flekað á jarðríki.
»Donna Elvíra — segðu nú við tálsegginn þarna, að hann hafi
svarið þér trúnað og svikið þig, og að það hafi verið honum að
kenna, að þú drektir þér í tjörninni!*
Donna Elvíra, sem nú var skínandi engill, hóf upp höfuð sitt
og leit á Don Júan, en roðnaði alt í einu og leit niður fyrir sig.
»Donna Elvíra — hví roðnar þú og þegir! Vertu óhrædd,
nú skal hann ekki gera þér nokkurt mein — segðu bara örugg,
að það hafi verið hanr., sem rak þig í dauðann.«
Donna Elvíra tók báðum höndum fyrir andlitið og svaraði að
lítilli stundu liðinni: »Guð almáttugur! Eg er búin að gleyma því.«
Pá snéri guð drottinn sér reiður að einni hinna: »Donna
Margueríta della Varenza — berðu nú fram kæru þína gegn þess-
um syndara. Heillaði hann þig ekki með hunángssætum orðum,
enda þótt þú værir skírlíf og manni gefin, drap hann ekki eigin-
mann þinn fyrir augunum á þér, og lét hann þig svo ekki siðar
eina, öllum að háði og spé, svo þú mistir vitið og stakst úr þér
augunr*
Donna Margueríta della Varenza rendi augunum snöggvast til
Don Júans og roðnaði við, en að vörmu spori spenti hún greipar
fyrir augliti guðs: »Miskunsami faðir! ég...ég er búin að gleyma
því!«
Pá talaði guð almáttugur til hinnar þriðju konu: »Donna
Annúnzíata — ég skipa þér að segja satt! Segðu Don Júan, að
það hafi verið hann, sem gerði þig að barnsmorðingja! Segðu
honum, að það haft verið honum að kenna, að þú árum saman
sazt í fangelsi í jarðhúsi, þar sem þú rotnaðir lifandi af raka og
myglu!«
3?á spenti Donna Annúnzíata greipar fyrir augliti guðs og
féll á kné með auðmýkt: »Guð almáttugur! ég er búin að gleyma
því!«