Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 16
90 Þegar smalinn átti að fá að fara i skóginn. Eftir JEPPE AAKJÆR. fað voru dáindis falleg læti í For sumarmorguninn þann, sem þessi saga gerðist. Óðalsbóndinn þar, hann Stefán, sem var um fimtugt, kom snöggklæddur eins og eldibrandur út úr skemmu- dyrunum, hnaut um pjáturfötu, sem einhver hafði sett frá sér á miðju hlaðinu, varð að svala reiði sinni á einhverju og greip fötu- greyið og þeytti henni bölvandi og ragnandi upp í bæjarþilið, svo einn eldhúsglugginn mölbrotnaði. I hérumbil sama vetfangi vatt húsfreyjan sér út í dyragáttina, heldur en ekki gustmikil: »Guð verndi og varðveiti mig í Jesú nafni! Er maðurinn orðinn bandvitlaus.« Marju Sigríði lá við að fara að gráta. »Finst þér ekki þú hafa heiður af því, Stefán, hvernig þú ferð með þína eigin muni ? Tvær beztu rúðurnar brotnar í þúsund mola; guð komi til!« Marja Sigríður fór nú, þó örðugt væri, að tína rúðubrotin upp í svuntu sína, og lét á meðan dæluna stanz- laust ganga. Stefán hélt sig í hæfilegum fjarska, en fór þó ekki burt. I raun og veru skammaðist hann sín fyrir athæfi sitt og var ösku- vondur út af kostnaðinum, sem yrði við að fá sér nýjar rúður. Déskotans klaufi hefði hann líka verið! Auðvitað hefði hann ekki ætlað að hitta gluggann, heldur brunnvinduna; og alt og sumt, sem hann hefði ætlað sér, var að gera dálítinn skarkala til að gera bansettar ekki sinn kvennsnift- irnar mátulega hræddar. Marja Sigríður hélt áfram að senda honum tóninn, en Stefán öskraði sér til málsbóta: >því setja þá þessi bansettu meinhorn (hann átti við vinnukonurnar), því setja þær, segi ég amboðin þannig, að maður eigi á hættu bæði að handleggsbrjóta og fót- brjóta sig á þeim! Pær ættu ekki betra skilið, tuskurnar þær, en að maður tæki vönd og kaghýddi þær, svo þær gætu ekki stað- ið á löppunum! Hérna eru þær að hringsnúast og rangsnúast hver utan um aöra, hringsnúast og rangsnúast! Pær geta ekki flutt eina býfuna fram fyrir hina; en fái þær að fara út af heimilinu, fái þær að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.