Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 16

Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 16
90 Þegar smalinn átti að fá að fara i skóginn. Eftir JEPPE AAKJÆR. fað voru dáindis falleg læti í For sumarmorguninn þann, sem þessi saga gerðist. Óðalsbóndinn þar, hann Stefán, sem var um fimtugt, kom snöggklæddur eins og eldibrandur út úr skemmu- dyrunum, hnaut um pjáturfötu, sem einhver hafði sett frá sér á miðju hlaðinu, varð að svala reiði sinni á einhverju og greip fötu- greyið og þeytti henni bölvandi og ragnandi upp í bæjarþilið, svo einn eldhúsglugginn mölbrotnaði. I hérumbil sama vetfangi vatt húsfreyjan sér út í dyragáttina, heldur en ekki gustmikil: »Guð verndi og varðveiti mig í Jesú nafni! Er maðurinn orðinn bandvitlaus.« Marju Sigríði lá við að fara að gráta. »Finst þér ekki þú hafa heiður af því, Stefán, hvernig þú ferð með þína eigin muni ? Tvær beztu rúðurnar brotnar í þúsund mola; guð komi til!« Marja Sigríður fór nú, þó örðugt væri, að tína rúðubrotin upp í svuntu sína, og lét á meðan dæluna stanz- laust ganga. Stefán hélt sig í hæfilegum fjarska, en fór þó ekki burt. I raun og veru skammaðist hann sín fyrir athæfi sitt og var ösku- vondur út af kostnaðinum, sem yrði við að fá sér nýjar rúður. Déskotans klaufi hefði hann líka verið! Auðvitað hefði hann ekki ætlað að hitta gluggann, heldur brunnvinduna; og alt og sumt, sem hann hefði ætlað sér, var að gera dálítinn skarkala til að gera bansettar ekki sinn kvennsnift- irnar mátulega hræddar. Marja Sigríður hélt áfram að senda honum tóninn, en Stefán öskraði sér til málsbóta: >því setja þá þessi bansettu meinhorn (hann átti við vinnukonurnar), því setja þær, segi ég amboðin þannig, að maður eigi á hættu bæði að handleggsbrjóta og fót- brjóta sig á þeim! Pær ættu ekki betra skilið, tuskurnar þær, en að maður tæki vönd og kaghýddi þær, svo þær gætu ekki stað- ið á löppunum! Hérna eru þær að hringsnúast og rangsnúast hver utan um aöra, hringsnúast og rangsnúast! Pær geta ekki flutt eina býfuna fram fyrir hina; en fái þær að fara út af heimilinu, fái þær að

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.