Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 23
97
»Og það er nú ekki verið að kæra sig um það — nú á tím-
um«, svaraði Stefán og sneri herfilega upp á sig.
»Pað er nú bráðum komið svo, að það er ekki nema þá
dagana, sem kaupið er útborgað, að húsbændurnir vita, hvort þeir
hafa nokkur hjú eða engin.
Jú, ég mintist á það við hann, að teyma fáeina gripi á beit,
áður en hann færi. Pað fanst mér nú ekki vera að ofbjóða hon-
um, þegar hann svo fær allan daginn til að leika sér.
Lestin fer hvort sem er ekki fyr en eftir einn eða tvo tíma,
eða sem því svarar; og þó hann nú yrði að flytja nokkrar beljur
og reka fáeinar kindur, áður en hann kemst í sollinn — burt frá
öllu saman —, þá ætti hann líklega samt að geta fengið nægan
tíma til að koma því af, sem honum er ætlað. Mér dett-
ur svei-mér ekki í hug að heimta neitt ósanngjarnt af stráknum;
ef hann bara vildi taka kálfana með sér upp á Suðurheiði, þá
mundi ég láta mér það nægja; og það er þó ekki neinn sérlegur
krókur.«
»Já, með guðs hjálp vinst honum líklega tími til pess, ef
þá ekki verður neitt annað af honum heimtað«, sagði Anna
Marja með mesta hæglæti; »en þá verðurðu líka sannarlega að
hafa hraðann á Nonni minn!«
Stefán hafði nú fengið sitt fram, og hvarf þá, án þess að
kveðja, út úr fjósinu, en Jón litli fór að klæða sig.
»Komdu nú fram að brynningatroginu og þvoðu þér almenni-
lega, svo þú verðir hreinn ; og mundu eftir eyrunum« áminti
Anna Marja.
»Pað er mikið, hvað þú hefir getað gert pd gljáandi*, hélt
hún áfram, og benti á skóna hans, sem hann hafði burstað eins
vel og hann gat kvöldinu áður og sett fyrir framan rúmið.
»Heldurðu nú ekki að snjallast væri að bera bæði þá og
nýju sokkana á bakinu, þangað til þú ert sloppinn við kálfana;
annars verða þeir allir útataðir af dögg og óhreinindum.«
Fám mínútum síðar var Jón litli búinn að tengsla saman
kálfana og stóð nú á hlaðinu með nýju sokkana og skóna sína
fagurgljáu hnýtta um öxl. Hann var beinlínis orðinn reglulega vel
til fara, eins og hann stóð þarna nýþveginn. Spánnýtt slipsi, sem
móðir hans hafði haft í vasanum handa honum, gerði honum tíð-
litið niður fyrir hökuna, og hann var auðsjáanlega upp með sér