Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 71
145 blindni og svara út í loftið, en alt er ( fullu samhengi og það sem í fljótu bragði sýnist koma utan af þekju, skýtur í raun og veru upp úr undirdjúpum sálarinnar. Af íslenzkum rithöfundum skrifar enginn svipað, nema Jóhann Sigurjónsson stundum. Þýðandinn hefur leyst verk sitt, sem að vísu ekki hefur verið mjög erfitt, prýðilega af hendi, náð stílblæ höfundarins á hreint og eðlilegt íslenzkt nútíðarmál. Er vonandi, að hann láti hér ekki staðar numið, því okkur íslendinga vanhagar um fátt fremur en góðar þýð- ingar góðra bóka. SIGURÐUR NORDAL. C. WAGNER: EINFALT LÍF. Þýtt hefur Jón Jakobsson. Rvík. 1912. Bók þessi hefir flogið út um víða veröld í miljónum eintaka og verið þýdd á margar tungur. Er það bending um, að eitthvað muni í hana varið og að hún eigi eitthvert erindi til manna. I'að er líka víst, að hún á það, ekki sízt hjá stórþjóðunum, þar sem lífið er farið að verða altof flókið og margbrotið. En er ekki alt öðru máli að gegna með oss íslendinga? Er ekki líf okkar einmitt svo einfalt og óbrotið, að ekki sé þörf á neinum við- vörunarprédikunum í þvt efni ? Jú, svo hefir það verið til skamms tíma, en á þessu er að verða og að mörgu leyti et þegar orðin mikil breyt- ing. Og vér hyggjum því, að mörg gamla konan á íslandi mundi geta tekið undir þessi orð ömmu gömlu í bók Wagners: »Kæru börn, veröldin er áreiðanlega að verða of flókin, og menn verða ekki sælli fyrir það — þvert á móti.« »Hið flókna líf okkar kemur fram í hinum margháttuðu h'kamlegu þörfum. Það er sannreynt og alment viðurkent, að þarfir okkar hafa vaxið með vaxandi efnum. Þetta er í sjálfu sér ekki ilt, því að til eru þær nýjungar í þörfum, sem eru vottur um framfarir. Tilfinningin fyrir, að maður þurfi að baða sig, hafa hrein nærföt, búa í heilnæmum húsakynnum, éta holla fæðu og auðga anda sinn, er vottur um yfir- burði. En víst er um það, að þótt sumar nýjar þarfir séu réttmætar og ákjósanlegar, þá eru aftur á móti ýmsar aðrar þarfir banvænar í afleiðingum sínum, þarfir, sem lifa á okkar kostnað, eins og sníkjudýr; fjölmargar eru þær drotnunargjarnar og hertaka okkur að lokum ger- samlega ... Aldrei hefir baráttan um föt og fæði og hús og heimili verið snarpari óg víðtækari, en síðan við fengum betri fæðu, betri klæði og betri húsakynni en nokkru sinni áður. I'eim skjátlast stór- kostlega, sem halda, að fátæklingárnir einir, sem soltnir og hælislausir kvíða ókomnum degi, kvarti og segi: »Hvað eigum við að snæða, hvað eigum við að drekka og fyrir hvað eigum við að klæða okkur?« Það er eðlilegt, að þeir spytji þannig, enda er kvörtun þeirra mjög einföld og óbrotin. Nei. Þið verðið að fara til þeirra, sem eru að komast í dálítil efni og lífsþægindi, ef þið viljið fræðast um, hversu þráin eftir því, sem þá vantar, sýrir ánægjuna yfir því, sem þeir hafa. Og viljir þú sjá kvíðafulla áhyggju fyrir ófengnum líkamlegum gæðum í algleymingi, farðu þá til efnamannanna, og helzt af öllu til auð- mannanna. Konan, sem á einungis það, sem hún stendur í, er ekki í standandi vandræðum með, hvernig hún eigi að klæða sig; og ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.