Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 24

Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 24
98 af því. Og í síðasta sinn gekk nú Anna Marja aftur fyrir barnið sitt og hnykti treyjukraganum hans duglega uppávið. — Húsmóðirin kom út úr bæjardyrunum með laglegan nestis- böggul í hendinni. Kálfarnir stóðu og móktu í tengslunum, lyftu bara við og við íramfæti, til þess að bægja frá sér flugum. »þakka ykkur nú kærlega fyrir drenginn, að hann fékk að fara með hinum börnunum; slík og þvílík skemtun fyrir hann;« sagði Anna Marja. »Já«, svaraði Marja Sigríður, og studdi hendinni á ístruna, »þau eiga góða daga nú á tímum hjúin okkar; það er eitthvað annað en þegar ég var ung! Nú fer bráðum ekki að vanta mikið á, að jafnt gangi yfir alla, hvort sem það eru bændabörn eða tómthúskrakkar. Og hugsi maður út í það, þá finst manni þó það ætti að vera einhver munur á manns eigin börnum og vanda- lausum. Pað finst mér að minsta kosti!« »Hérna er nestið þitt«, sagði hún og vék sér að Jóni litla. »Ef þú leifir einhverjum bita, þá kemurðu vonandi með hann heim aftur. — Komstu svo af stað með kálfana; og hegðaðu þér vel; það vekur minst umtal.« Jón litli tók við nestinu og hottaði á kálfana. Anna Marja gekk hægt á eftir. Utan við hliðið fletti hún upp svuntunni sinni röndóttu og fór ofan í pilsvasa sinn. »Stefán hefir víst ekki vikið þér neinu til ferðarinnar?« sagði hún og fór að rekja sundur pappírssnipsi. »Ne-ei!« »Nei, ég bjóst við því. — Hérna er 25-eyringur, sem hann pabbi þinn bað mig að færa þér. Hann er að grafa mó í dag; þú ferð þar rétt framhjá. Pú ættir að heilsa upp á hann út um lestargluggann; það mundi gleðja hann. Og mundu mig um að týna nú ekki skildingnum þínum, barnið mitt; það er ekki svo margt um þá hjá okkur. Og farðu nú vel með fötin þín! Jæja, vertu nú sæll Nonni minn! Og góða ferð!«

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.