Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Side 5

Eimreiðin - 01.05.1913, Side 5
79 (a) Öll stjórnarmál, er snerta framkvæmd ellistyrkslaganna, 1908 og 1911. (b) Öll stjórnarmál, er snerta framkvæmd 1. kafla þjóðtrygg- ingarlaganna, 1911. (c) Öll stjórnarmál, er snerta framkvæmd 2. kafla þjóðtrygg- ingarlaganna, 1911, og verka-viðskiftalaganna 1909. (d) Öll stjórnarmál, er snerta stjórn póstsparisjóða, fjárhalds- söfnunarsjóða og sjúkra- og greftrunarsjóða; þá skulu þau stjórnarmál, er um ræðir í ályktuninni, flutt sam- kvæmt því frá þeim degi, er ályktunin tiltekur, sem þó ekki má vera fyr en ári eftir að ályktunin var samþykt, og skulu þá þessi mál hætta að vera undanskilin stjórnarmál, en verða írsk stjórnarmál. Pó að því tilskildu, að þessi ákvæði skulu ekki koma til framkvæmda um flutning á þeim stjórnarmálum, er snerta póst- sparisjóði, fjárhaldssöfnunarsjóði og sjúkra- og greftrunarsjóði fyr en 10 ár eru liðin frá hinum tiltekna degi. III. ALPINGI ÍRA. 6. gr. (1) Alþingi íra skal halda að minsta kosti einu sinni á ári, svo að aldrei líði 12 mánuðir milli þinga. (2) Landstjórinn skal, í nafni konungs, kalla saman, fram- lengja og rjúfa alþingi íra. 7. gr. Landstjórinn skal veita eða neita um staðfesting kon- ungs á lögum þeim, er samþykt hafa verið í báðum deildum alþingis Ira, með þeim takmörkunum, er hér segir: (1) Hann skal haga sér eftir hverskonar fyrirskipunum, sem konungur kann að gefa gagnvart öllum slíkum lögum. (2) Hann skal, ef konungur mælir svo fyrir, fresta staðfest- ing konúngs á hverjum slíkum lögum, sem lögð eru fyrir hann til staðfestingar, um svo langan tíma, sem konungur kann að mæla fyrir. 8. gr. (1) í efrideild (öldungadeild) alþingis Ira skulu sitja 40 þingmenn (öldungar), skipaðir í fyrsta sinn af landstjóra sam- kvæmt fyrirmælum konungs, en síðar samkvæmt tillögum fram- kvæmdarstjórnar íra. (2) Pingmenn efrideildar skulu skipaðir til 8 ára, og þingrof engin áhrif hafa á kjörtíma þeirra; annaðhvort ár skal V4 þeirra víkja sæti, og sæti þeirra skipuð al nýju.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.