Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 53

Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 53
127 þess í verkinu (»Þótt synir mínir unni mér í orði, — þeir eru færri, er sýna það á borði«). f’órarinn Tulinius hefir bæði með starfsemi sinni og öllum lífsferli fært okkur heim sanninn um það, hve öll einangrun er oss óholl og hve mikið við gætum grætt á góðu sambandi og fjörugu viðskiftalífi við aðrar þjóðir. Jafnvel sjálf persóna hans sannar okkur þetta. Í’ví hann er sjálfur kynblendingur, ekki íslendingur að blóði til nema í aðra ættina, ,— eins og Albert Thorvaldsen og Niels Finsen, Hann er því lifandi dæmi þess, hve holt það geti verið og heillaríkt fyrir íslendinga að sverjast í fóstbræðralag og blanda blóði við aðrar þjóðir. y G Björg ljósmóðir. Á stígnum milli fjöru og fjalls ég fann þig, heima við; þú bjóst þar undir brattri hlíð við blæ og sólargrið. Svo vítt sem renna vötn í fjörð, þú varst að kostum ræmd; af hjarta þínu hafðir met og höndum þínum sæmd. Af hjúkrun varstu héraðskunn, því húsfreyjunum var að höndum þínum líkn og lið, þó lærdóms nyti ei þar; því móðurerfð og guðleg gjöf var greind og lægni þín, sem entist þér og aldrei brást og altaf neytti sín. 1 fjaðragisnum ferðaham ég fór um þennan stig, og gegnum hús þitt gatan lá,— þú gekst nú fyrir mig. En þá er gata þvert um hús og þar er risna gild, sem boiib er að borði og sæng og beini að hvers manns vild. I þínum litla, þrönga bæ var þrautalending mörg, er fokið var í flestöll skjól og fátt um líkn og björg. Og að þér dreif á aftni síð hið örbirgasta lið, sem þáði gefins þér úr hönd með þökkum næturgrið. Pú bjóst þar undir blásnum mel, en brekkan niðri þar var öll af töðu undir lögð, er ávöxt mestan bar. En bóndi þinn með hönd og hug að hálfu á sjónum bjó, og harla margan happafeng að húsi ykkar dró.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.