Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 69
•43 verður ekki aðeins að dást að lægninni í framsetningunni, heldur stór- furðar mann líka á þeim þekkingarforða, sem bókin ber svo ljóst vitni um í þessum efnum. Hún er því ekki einungis skemtandi skáld- saga, heldur líka fræðandi kenslukver í menningarsögu 18. aldarinnar. Og það eru einmitt slíkar skáldsögur, sem erindi eiga til þjóðarinnar, og væri óskandi, að við eignuðumst viðlíka lýsingar frá sem Öéstum tímabilum sögu vorrar; því af þeim getur þjóðin lært meira, en af mörgum kenslubókum eða skólastundum. í’að er hinn skáldlegi bún- ingur, og að fræðslan verður óafvitandi, sem gerir það að verkum. En þá ríður líka á, að höf. sé nógu vandvirkur og leggi meiri á- herzlu á góðan frágang, en að hrúga upp hverri bókinni á fætur ann- arri. En á þetta virðist nokkuð skorta hjá Jóni Trausta. Hann hefur nú alt of hraðan á, og afleiðingin verður eðlilega talsverð hroðvirkni, sem þessi bók ber órækt vitni um, þrátt fyrir alla kostina. Mannlýs- ingarnar eru að sönnu ágætar, svo að persónurnar standa eins og mótaðar fyrir hugskotssjónum lesandans með öllum stnum lyndisein- kunnum (t. d. Ólafur ísleiksson, Valgerður í Skál (báðar meistaralegar) o. s. frv.), en sumar þeirra eru þó næsta óviðfeldnar og dýrslegar, eins og t. d. Guðfinna í Holti, sem er svo ógeðsleg og óeðlileg, að slíkt óféti á sér tæplega nokkurn stað. Sjálfum söguhetjunum, eða aðalpersónum sögunnar, er og talsvert áfátt, og hafa miður tekist en aðrar. Mætti þar ýmislegt til nefna, ef fara ætti út í einstök atriði, sem hér er þó ekki rúm til. 1 meira lagi vanhugsuð virðist þessi lýsing: »Skepnurnar veinuðu af ofboði og kvölum. En það var ekki lengi. Eftir svipstundu stóð hólminn í björtu báli. í’egar þann loga lægði, var hólminn horfinn með öllu, en hvítar beinagrindur af 80 kindum lágu ofan á rauðri hraunkvikunni* (bls. 199). Hvernig í ósköpunum er þetta hugsað? I’arna eru 80 sauðkindur, sem allar brenna upp á svipstundu í hraun- flóðinu, — en þó ekki nema ullin, skinnið og holdið, því allar beina- grindurnar synda með tölu alveg óbrunnar ofan á hraunflóðinu, og eru meira að segja hvítar, hafa ekki einu sinni sviðnað eða döknað við brunann. Öðruvísi hafði hann »Logi« það hjá Utgarðaloka, er hann átti í kappátinu við Loka; þvl svo segist Snorra frá, áð hann hafi »etit slátr alt ok beinin með ok svá trogit«. Eitthvað kemur það manni ókunnuglega fyrir, að Þórarinn ís- leiksson skuli (bls. 328—-329) vera að þéra Guðfinnu gömlu, og þau hvort annað. Skyldi það hafa verið alment meðal sveitafólks í Skafta- fellssýslu (eða yfirleitt á íslandi) i lok 18. aldar? Því eigum vér bágt með að trúa. í>ó að til mætti tína mörg fleiri hroðvirknisdæmi, skulum vér láta þetta nægja að því er efnið snertir. En málið hefði líka mátt vera betur fágað. Þannig eru önnur eins orðtæki og nsperra inni« (bls. 82). i'gera háb og narr að e-m« (90) »undirmáilsmaður« (152), -tihann krassar .(213), t>í hasti<i (244, 324), »annah slagiði (261) = annað veifið, o. s. frv. fremur dönskublendingur en hrein fslenzka. Málvillur eru þar og í orðaskipun (t. d. bls. 6: »undur báru fyrir« f. undur bar fyrir) og eins í stafsetningu (t. d. bls. 20: »lífsegja«, þrautsegja), en aftur bls. 224: »þrautseygja« — f. lífseigja, þrautseigja), og af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.