Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 39
vöðva, vöðvaskeiðar og hörund, hvert fyrir sig, með hinni mestu
nákvæmni. Eftir 3 ldukkustundir kom náttúrleg og eðlileg blóð-
rás í hinn yfirflutta útlim. Hundurinn dó að vísu eftir 20 daga af
lungnabólgu, en sem ekki orsakaðist af aðgerðinni (»óperatióninni«).
Fyrir tveimur árum síðan hóf Carrel tilraunir sínar með
lækningaaðferðir við sjúkdóma og meinsemdir í hjartanu og hjarta-
slagæðinni (aorta). Við þær tilraunir notar hann sérstakar aðferðir
er hann hefur sjálfur fundið upp, til þess að viðhalda blóðrásinni
og andardrættinum, meðan á aðgerðinni stendur, og er það alveg
dæmalaust og í hæsta máta aðdáunarvert, hve margar jafnhættu-
legar tilraunir hafa hepnast fyrir Carrel. Honum hefur þannig tek-
ist að búa til göng frá vinstra hjartahólfi til hjartaslagæðar brjóst-
holsins (aorta descendens), og notaði í þau hluta af höfuðblóðæð
hálsins (vena jugularis). Hann hefur einnig gert aðgerðir til að
bæta úr þrengslum í hjartamynnunum (mitralstenosis, aortasten-
osis og coronalstenosis). Ennfremur hefur hann skorið burt mein
úr veggjunum innan í hjartanu og saumað saman sködduð hjarta-
speldi, og skorið burt meinsemdir, er í þeim sátu. Carrel segir
þó að dánarhlutfallið við þessa holdskurði sé mjög hátt, og ræð-
ur því frá að gera þá á mönnum enn sem komið er.
Nú upp á síðkastið hefur Carrel mest gefið sig að ræktun á
holdi, sem ekki nærist af eða stendur í sambandi við lifandi
verur. Lífinu í þessum holdbitum, sem oft eru stykki af æxlum
eða meinum, viðheldur hann í næringarvökvum, einkum blóðvatni
(serum) úr hlutaðeigandi dýri. Hefur honum á þennan hátt hepn-
ast að láta bandvef, brjósk, bein, lífhimnu, blóðker, miltis og
nýrnavef vaxa og dafnast. Hann athugaði vöxtinn í smásjá og
komst að raun um, að frumlumyndun átti sér stað í tilraunabit-
unum. Fyrst mynduðust bandvefsfrumlur, en seinna frumlur á
hærra stigi, t. d. hörunds og eitlagangsfrumlur. Við ræktunartil-
raunir þessar gerði hann þá athugun, að krabbamein, t. d., vex
fljótast í blóðvatni úr sama dýri, sem meinið er úr, en miklu
seinna í blóðvatni úr hraustu dýri, og alls ekki í blóðvatni úr
öðru krabbasjúku dýri.
Enn sem komið er eru flestar tilraunir Carrels ekki nema
fagrir framtíðardraumar, sem þó geta ræzt einhverntíma. En hann
hefur álíka þýðingu fyrir nútíma-skurðlækna, eins og riddaralið
fyrir landher, sem ætlar að leggja til orustu. Hann kannar víg-
völlinn, er langt á undan nútímanum og rannsakar, hvaða leiðir