Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 52
I2Ó
af því, að þá var ekki •um aðra skóla að ræða á íslandi en latínu-
skólann í Rvík, en samgöngur þangað svo margfalt örðugri en við
Danmörku. Og þó var nú ferðalagið þangað ekki greiðara en svo, að
þessi 30—40 lesta seglskúta, sem flutti hann í skólann, sigldi frá
Eskifirði í júlímánuði, og kom þó ekki til Khafnar fyr en í september!
Máske hefur það einmitt verið þetta ferðalag, sem vakið hefur hjá
unglingnum f’. T. tilfinninguna fyrir því, hve hörmulegar íslenzkar sam-
göngur væru, og jafnframt þá hugsun, að yrði hann einhverntíma að
manni, þá skyldi hann verja kröftum sínum til að bæta þær.
Eftir að f’. Tulinius 1875 hafði lokið gagnfræðaprófi við Hróars-
kelduskóla, var hann 4 ár við verzlun P. F. Lagonis í Faaborg, sem
þá mun hafa verið stærsta verzlunin á Fjóni. Árin 1879—1887 var
hann ýmist við verzlun föður síns á Eskifirði eða í útlöndum, meðal
annars til að ganga á verzlunarskóla. Á því tímabili var hann og um
hríð (1883) aðstoðarmaður í Prívatbankanum í Khöfn (undir stjórn
C. F. Tietgens), til þess að kynnast bankastörfum. Ennfremur dvaldi
hann og einn vetur í Noregi, til þess að kynna sér síldveiðar og verk-
un og meðferð á síld, enda hafði faðir hans orðið fyrstur til að byrja
síldveiðar í nætur á íslandi (1879), sem jafnan hafa síðan verið reknar.
Árið ^887 flutti f’. T. alfarinn til Khafnar og var hann þá fyrst
í 2 ár við smjörútflutningsverzlun G. Noacks og annaðist þar bréfa-
viðskifti verzlunarinnar við enska viðskiftamenn, unz hann 1889 hóf
umboðsverzlun sína og stórkaupa, sem hann jafnan síðan hefur rekið
jafnframt eimskipaútgerðinni. En borgarabréf sem stórkaupmaður keypti
hann sér r3. sept. t888, og eru því í ár einmitt 25 ár síðan, og 50
ár síðan faðir hans stofnaði verzlun hans á Eskifirði.
Hinn 7. júlí 1890 kvongaðist í\ Tulinius Helgu Frich, dóttur
vélaverksmiðjueiganda Frichs í Árósi, og eiga þau 5 börn á lífi: 1 son,
Finri (f. 1893), stud. theol., og 4 dætur, Birgit (f. 1895), Helgu
(f. 1897), Ingibjörgu (f. 1900) og Elísabetu (f. 1902). Er heimili
þeirra hjóna hreinasta fyrirmynd og sér þar á, að Tulinius er vel
giftur. f>ví þó T. sé sjálfur ágætis húsbóndi, þá leynir stimpill frú
Helgu sér ekki á heimilinu og uppeldi barnanna, og ber þess ljóst
vitni, að hún er fyrirtakskona. Þar er alt svo frjálst og látlaust, laust
við alla tilgerð og tildur og lifnaðarhættir allir svo heilbrigðir, bæði
llkamlega og andlega. Gestrisni er þar mikil, og eru þar allir íslend-
ingar boðnir og velkomnir.
Þjóðernistilfinningin á íslandi er sterk, og menn hafa þar næma
tilfinningu fyrir því, hvort þeir synir þess, sem í útlöndum dvelja,
halda ættarmótinu og ræktarþeli sinu til landsins, eða umskapast svo
af útlendum áhrifum, að þeir sgleyma henni móður sinni«, eins og
stundum hefur viljað við brenna. Þ. Tulinius hefur jafnan sýnt, að
hann hefur viljað reynast sannur og góður íslendingur, og að hann
»hefur aldrei gleymt henni móður sinni«, eins og skáldið (G. G.)
kemst svo fagurlega að orði i kvæði sínu. Og það er víst eigi sízt
fyrir það, að skáldið lætur Fjallkonuna kalla Tulinius »einn af sínum
kærstu og beztu sonum«, þótt hún gleymi heldur eigi hinu, að hann
sé einn af þeim fáu af sonum landsins, sem sýnt hafa ást sína til