Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 25
99 Jón hélt áfram með kálfatrossuna. Morgunloftið var blátt eins og draumur; dúfurnar flugu í flokkum heim af ökrunum og snerust í loftinu, svo skein í hvíta vængina. Slóðin eftir kálfana var eins og langar, dökkar rákir í dögginni. Bændafólkið var nú farið að aka börnunum sínum áleiðis á brautarstöðina. Hestarnir voru ólúnir og fjörugir eftir næturhvíld- ina, keptust við að ná þeim, sem á undan voru, og léttu ekki^ fyr en allir vagnarnir voru komnir í samfelda röð, hver á eftir öðrum. Pað skein á nýmálaðar vagnhliðarnar; bændadæturnar smávöxnu sátu ljósklæddar, og með blaktandi bönd í höttunum, í ökustólnum, og hvískruðu forvitnislega eins og kjúklingar, sem eru nýskropnir úr egginu. Á bak við þær stóðu vikadrengirnir, og héldu sér fast í ökustólsslárnar, og áttu nóg með að halda jafnvæginu, þegar hjólin hrutu á ójöfnu. í einum vagninum hafði fólkið lúður með sér; og þeytti sá, er á hann lék, hvellum tónum út í döggvaða morgunkyrðina, rauður og þrútinn í andlitinu af blæstrinum. Pegar sá vagninn fór fram hjá kálfunum, vöknuðu þeir alt í einu við, tóku heljarmikið viðbragð og rákust svo óþyrmilega á Jón litla, að skórnir hans lömdust um eyrun á honum. Tvær af smátelpunum hölluðu sér út yfir ökustólsbogann, bentu á hann, og ráku upp glettinn stríðnishlátur; og einn af vikadrengjunum, sem vissi sjálfum sér borgið, sneri að honum freknóttu smettinu og kallaði: »Þú verður altof seinn!« Jón litli hafði sjálfur verið að hugsa um það sama alla leið- ina. Pað var heldur ekkert hóf á því, hvað þessar kálfskepnur gátu verið níðlatar; það var varla mögulegt að dragna þeim úr sporunum. Jón tók nú til svipunnar og lét nokkur högg dynja á hrygg- inn á þeim skjöldóttu. En þá var eins og öllu samlyndi væri lokið. Forustukálfurinn var staður eins og staur. — Jón gekk fram fyrir hann, brá tjóðurbandinu um öxl sér og lagðist á af öllum kröftum; það var eins og hálsinn á kálfinum lengdist um helming; hann lolcaði augunum í þolinmóðri þverúð og langur, marglitur slefuþráður hékk út úr kjaftinum á honum; honum varð ekki þokað nema eitt fótmál í einu, og hann streittist á móti alt hvað hann gat, með stífum hnjám og klaufunum glentum út á við, til að ná betri viðspyrnu. — Svitinn bogaði niður af enninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.