Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 54
128 Á sumri og vetri sjóinn í hann sótti »gull í skel«, og beitti sauð á beitilyng, er ber sig jafnan vel. Pví orku og gæfu eigi brast, en afl úr flestum dró, að elda í landi annað járn, en annað fram’ á sjó. Og flestum hefir förlast sýn og fundist leiðin höll: að sækja í hafið sel og fisk, og sauðamerg á fjöll. Pað líf er ekki leikur neinn, við lands og sævar mögn að etja kappi alla tíð og eiga fang við rögn. * * * I ykkar búskap unduð þið á örðugleika jörð — á einu koti undir mel, við öldukvikan fjörð; en höfðuð reyndar höfuðbú á himni, jörð og sæ, því trú og von og iðni og ást var inni’ í þessum bæ. Pó júníhrina gengi í garð með gráum viku-byl, þín vonarsól í heiði hló og hugann fylti yl. Og þvílíkt var sem greru grös í gili, mel og skor, — sem ótal lífgrös yrðu til um öll þín mörgu spor. I þinni bygð, sem þykir köld, var þeygi smátt um eld, er rauðu skrúði reifði hlíð hið rjóða júlíkveld. Að næturvöldum sólin sat og sældi bygðadrög með þöglum ástum, þeim til góðs, er þráðu vaxtar-lög. Á vorin bárust lóuljóð um löndin fagurgræn, er Ægir gerði aftansöng og Unnur morgunbæn Frá sjónum heyrði kríu-krit í kotið til þín heim og æðarfugla ástaklið frá opnum bárugeim. * * * I háttum þínum fórstu fram í feðra spora-slóð: með ær í kvíum, eirin hjú og eld í steina-hlóð; um valda stigu vaðberg há, er veðrin blésu svöl, og annmörkunum fleygði fram um flæðiskerja möl. Að ljúfu starfi lékstu þér, þó lægi á glugga hríð, með iðjuhönd við ull og þráð um innisetu tíð. Og lesturhljóm frá ljósi bar, sem létti fólksins hug, með atburðum, sem urðu til, um allra landa bug. Hver maður hófst til vinnuvegs í veldi bæjar þíns — og starfið rak með léttri lund við lampa Aladdíns. Og ellin varð með æskublæ við æfintýra glóð; en háttatíminn helgistund, við Hallgríms »dýru lj óð«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.