Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 76
150 lyg gamla; og þegar Ormarr og kona hans koma heim úr brúðkaup'sferðinni, þá er svo komið fyrir gamla manninum, að alt hans heimafólk er gengið úr vistinni. nema ein gömul kerling. Hann er einn og einmana og séra Ketill virðist hafa unnið taflið. En hann kann sér ekki neitt hóf og verður svo ölvaður af sigri sínum, að hann vill gera hann enn fullkomnari. Og svo svífist hann ekki þess, að halda refsi- ræðu á prédikunarstólnum yfir föður sínum og bróður fyrir að þeir hafi valdið hneyksii i söfnuðinum, þar sem Ormarr geti ekki tímans vegna verið faðir barnsins, heldur hljóti 0rlygur gamli að vera það, enda gíingi sú saga í sveitinni. Og hann endar með að vísa þeim báðum burt úr kirkjunni fyrir hneykslanlegt líferni. Ormarr ætlar að fara og hvíslar aðeins um leið að bróður sínum á stólnum: »Nú teflir þú djarft, Ketill bróðir!« En 0rlygur gamli þolir ekki lengur mátið, gengur upp að prédik- unarstólnum, benair á prestinn og segir; ^í^arna er faðirinn að barninu!« í^etta iiefur þau áhrif á prestsfrúna dönsku, að hún verður vitskert, og á 0rlyg gamla sjálfan tekur það svo, að hann hnígur niður örendur. Allir flýja kirkjuna og fylgja líki hins gamla héraðshöfðingja heim að Borg, en séra Ketill er aleinn eftir á bæn- um. Og ekki einu sinni hundur, sem hann mætir og ætlar að klappa, vill líta við honum. JÞá loks fellur honum allur ketill í eld og hann kastar sér með grátekka niður fyrir framan kirkjudyrnar »og bað nú í fvrsta sinn á æfinni af öllu hjarta til þess drottins, sem hann hafði ekki fyr trúað á«. Og með auðmýkt hans og bænar- kvaki endar sagan. Sagan er yfirleitt prýðisvel rituð og margir kaflar Ijómandi góðir. Hún ber stór- um af fyrri sögunni og sýnir ótvírætt, að höf. er skáld, sem talsvert má af vænta framvegis. Spáum vér því, að bókin verði bæði mikið heypt og mikið lesin, því frásögnin er svo laðandi, að hún heldur mönnum föstum. í henni eru margar ágæt- ar lýsingar og allmikill fróðleikur um íslenzkt líf og íslenzka staðháttu, og vel og rétt frá þeim skýrt yfirleitt. Þó mun það ekki títt á torfbæjum, að bæjargöngin séu þiljuð (bls. 8), jafnvel þó á prestssetri sé. En þó að sagan hafi allmikla kosti, þá er hún enganveginn gallalaus. Eins og í fyrri sögunni kennir í henni ýmsra öfga, sem litlar líkur eru til að fyrir geti kom- ið, eða eru að minsta kosti næsta ósennilegar. í^annig virðist það harla ólíklegt (bls. 138—39), að nokkur maður — nokkur prestur skuli gerast svo fífldjarfur, að fara að halda refsiræðu yfir föður sínum og bróður frá prédikunarstólnum og vísa þeim burt úr kirkjunni fyrir að hafa vakið hneyksli í söfnuðinum, þegar hann á sjálfur jafnmikið í hættu og hér er um að ræða, þar sem það einmitt er hann sjálfur, sem er sá seki, sem hinir hafa sýnt það göfuglyndi að frelsa með því, að reyna að hylja skömmina — þó þeir hafi fremur gert það til þess að halda skildi ættarinnar hreinum og flekklausum í1 augum almennings, en sjálfs prestsins vegna. Því að reiða sig á, að þolinmæði þeirra mfundi aldrei bresta, hvað hátt sem boginn væri spentur, það er djarfara teflt, en nokkur mundi voga sér, sem sjálfur á em- bætti sitt, mannorð og æru í hættu. — Harla ósennilegt virðist það og, er höf. lætur séra Ketil í öllum messuskrúða sínum »skríða á hóndum og fótum út úr stofunni, gegnum bæjargöngin, út úr bænum, yfir túnið, inn um kirkiugarðshliðið og að kirkjudyrunum« (bls. 153). Ofgakent er það og, er Ormarr er látin vaða yfir á með tvær konur (prests- frúna og Kötu gömlu) sína á hvorum handlegg (bls. 148). Slíkt ber of mjög keim af frásögnum í riddarasögum. Sennilegra hefði verið, að láta hann fara tvær ferð- irnar og bera ekki nema eina í einu. — Næsta ólíklegt er það og, að öll hjú 0r- lygs gamla (sem sum hafa verið hjá honum 20—30 ár) skuli fara frá honum, án þess að segja upp vistinni eða geta þess við hann með einu orði, að þau ætli sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.