Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 8
82
dæmum til að sitja á þingi Breta vera 42, og skal kjördæmaskip-
unin breytast frá því sem nú er, samkvæmt 1. viðbæti þessara
laga.
(2) Lögum um kosningar og kosningarrétt írskra kjósenda til
að kjósa á þing Breta verður ekki breytt af alþingi Ira.
V. FJÁRMÁL.
14. gr. (1) Vera skal sérstakur írskur landsjóður og tekju-
sjóður, fráskilinn ríkissjóði Breta.
(2) Allir skattar, sem innheimtir eru d írlandi, hvort
sem þeir eru d lagbir af alþingi Breta eða alþingi íra, skulu
greiddir í ríkissjóð Breta; en úr honum skal aftur árlega greiða
í landsjóð Ira ákveðna upphæð (í lögum þessum nefnt »sérmála-
tillag«), sem hér segir:
(a) þá upphæð, sem samsjóðsstjórnin (héreftir í lögum þess-
um nefnd »samsjóðsstjórn«) úrskurðar að samsvari hreinum út-
gjöldum ríkissjóðs Breta til embættastjórnar Ira um það leyti, er
lög þessi eru samþykt;
(b) 5CX),ooo pund (sterl.), sem eftir þriggja ára borgun minki með
50,000 pundum á ári, unz upphæðin er komin niður í 200,000
pund;
(c) þá upphæð, sem samsjóðsstjórnin úrskurðar, að komið
hafi inn við innheimtu á írskum sköttum, sem alþingi Ira hefir á
lagt á Irlandi samkvæmt því valdi, er lög þessi veita því.
(3) Alþingi Ira skal gera ráðstafanir til að annast öll útgjöld
við sérmál og embættisstjórn Ira, og hætta þá öll slík gjöld úr
ríkissjóði Breta.
15. gf. (1) Alþingi íra skal hafa vald til að breyta (með því
annaðhvort að auka, draga úr eða fella burt) sérhverjum alríkis-
skatti, að því er snertir innheimtu slíkra skatta á Irlandi, og til að
leggja á á Irlandi hverskonar óháðan skatt, sem ekki að skoðun
samsjóðsstjórnarinnar er verulega sama eðlis og alríkisskattur; þó
með þeim takmörkunum, sem hér segir:
(a) Alþingi íra hefir ekki vald til að ieggja d tolla hvorki
innflutnings né útflulningstolla, d nokkra vöru, nema tollur
sé sem stendur d þeirri vöru innheimtur sem alríkisskattur;
(b) hagnaður landssjóðs Ira af sérhverri aukning á hverskon-
ar tolli, er innheimtur er sem alríkisskattur (nema á vínfangatolli),