Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 34
io8
eru ekki sjófærir fyr en þeir hafa stálpast nokkuð. Hreki illviöri
þá í sjóinn, drukna þeir.
Vöðuselurinn er nú fremur sjaldgæfur við ísland, en fyrir
40—50 árum kom hann i svo þéttum vöðum til landsins, að það
þótti — að minsta kosti við Eyjafjöið—skömm að skjóta hann1.
Að ströndum Noregs hefir hann komið við og við í stórhópum,
og voru einkum brögð að því veturinn 1901 —1902. Komu þá
ógrynni af honum austan úr Hvítahafi og fóru suður með Noregi,
og eyðilögðu fiskiveiðar Norðmanna.
V. ANDARNEFJUVEIÐAR.
Pær ráku Norðmenn af 42 skipum árið 1908 og voru veiði-
stöðvarnar einkum þessar:
Við Spitzbergen,
fyrir suðvestan Jan Mayen,
austan undir Grænlandi,
sunnan við Reykjanes,
fyrir austan Færeyjar og
við Langanes.
Af þessum 42 skipum voru 13 frá Álasundi, og skal hér
skýrt frá veiðiskap þeirra. Skipin voru seglskip, 50—90 smálesta,
og höfðu sum þeirra hjálparvél. Skipshöfnin 14 manns. Veiðin
byrjaði í aprílbyrjun og hætti um júlílok. Samtals veiddust 421
andarnefja, og fékst af þeim 346 smálestir af lýsi, og var öll
veiðin talin 166,700 kr. virði. Sum skipin höíðu bræðsluáhöld
innanborðs. Árið eftir (1909) ráku veiðina 15 skip frá ÁlasundL
Veiddust 388 andarnefjur, og fékst af þeim 358 smálestir af lýsi
og fékst fyrir það 182 þús. kr. Seldisl hver lýsissmálest á 470
til 53° kr. Árið 1910 ráku veiðina 13 skip, og veiddust 349
andarntfjur, 186 þús. kr. viröi. Aðalveiðistöð þessara skipa var
við Langar.es, og þaðan í áttina til Færeyja.
Andarnefjan heldur sig oftast í flokkum, 3—12 í hverjum.
Hún hefir þann sið, sem öfugur er við sið annarra hvala, að hún
syndir æfinlega að skipum, sem hún sér (líklega af forvitni), og
léttir það veiðina að mun. Oft hefir þó hjálparvélin komið þeim
skipum vel, er hana höfðu, því oft sjá skipverjar andarnefjuflokk
svo langt burtu, að dýrin sjá ekki skipið, og er þá siglt í veg
1 Selaskyttur við Eyjafjörð hafa enn í dag skutul með sér í bátnum, og skutla
selina skotna.