Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 61
i35
Pá tók Donna Elvíra — sem Don Júan hafði svívirt svo, að
hún drekti sér í tjörn — í skyndi steininn úr hendi drottins og
fór að anda á hann.—Og Donna Margueríta della Varenza og Ann-
únzíata og allar þær konur, sem Don Júan hafði leitt ógæfu yfir
á jarðríki — allar flyktust þær að steininum og önduðu öllum
yl sínum yfir hann, vökvuðu hann með tárum sínum og létu
brosgeisla sína skína á hann, að hann mætti blómgast eins og
rósrunnur, og sá, er hafði vélað þær, gæti öðlast eilífa sælu.
Og með því þetta gekk seint, skundaði hinn kvennaskarinn
til hjálpar, og þær önduðu í sífellu á steininn — allar þær konur,
sem á jarðríki höfðu vitað, hvað kærleikur var.
Og hvaða steinn gat staðist þennan yl og þessi tárf —
Pað leið ekki á löngu, áður Donna Elvíra sveif að hástól drott-
ins með blómskrýddan rósrunn í stað steinsins, er hún fyrir
skömmu hafði haldið í hendinni.
Pá drap guð almáttugur höfði á ný og sagði: »Ekki vissi
ég það fyr, að konuást er ekkert um megn.« Og hann upplyfti
hönd sinni og kallaði hárri röddu á sál Don Júans.
Pá kvað við samhljóma fagnaðaróp frá öllum kvensálum í
ríki himnanna. Og Donna Elvíra gróðursetti rósrunn sinn fyrir
fótskemli drottins, — svo hann gæti minst þess, að enginn, sem
hefur elskað, má verða eilíflega ófarsæll.
B. P. BLÖNDAL þýddi.
Jakob ég-lausi.
Eftir ÁGÚST STRINDBERG.
Einu sinni var konungur, sem hét Jóhann landlausi; það
er hægt að ætla á ástæðuna. En öðru sinni var frægur söng-
maður, sem var kallaður Jakob ég-lausi, og nú skal ég segja
ykkur hvernig á því stóð.
Hljómur var nafn það, sem karl faðir hans, hermaðurinn,
upphaflega gaf honum, og það var söngur í því nafni. En náttúr-
an hafði þar að auki gefið strák sterkan vilja, sem stóð eins og
járnstöng upp gegnum hrygginn á honum; og það er mikilsverð