Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 60
>34 syndin og ekki hans, er ég fyrirfór barninu mínu. Og ég votta hér fyrir augliti þínu, að harma mína lét ég eftir á jörðu, en hamingja sú, er hann tendraði í hjarta mínu, hún er þar enn. Hvernig hefði ég átt að geta setið í saggasömu jarðhúsi árum saman, unz líkami minn var uppétinn af sveppum, ef ég hefði ekki átt dásamlega endurminning í sál minni. Aldrei var eymd mín svo mikil, að hamingja mín bæri ekki langt af henni, og margoft reis ég á fætur í fangaklefa mínum, spenti greipar og roðnaði, af því ég hugsaði til hans. Nei, enginn á jarðríki hefur verið mér til slíkrar blessunar og hann.« Og guð almáttugur hlustaði á þær allar — allan þennan kvennafjölda. Og allar vottuðu þær, að Don Júan hefði gert þeim gott eitt — og ekkert, ekkert ilt. En að lokum upphóf hann raust sina og sagði: »Bæn yðar ber vott um yðar góða hjartaþel, en það er ómögulegt að bænheyra yður.« Og englarnir, sem áttu að reka Don Júan niður í undirdjúp- in, voru þegar komnir áleiðis með hann að hliðum himnaríkis, þá er Donna Elvíra hóf sig hátt upp í himinhvelfinguna og hrópaði á hjálp: »Heyrið, allar þið alsælu konur, sem hafið elskað á jörðu, komið og biðjið ásamt oss fyrir sál einni, sem aðallega syndgaði í því, að hann elskaði margar konur á jörðu.« »f*á heyrðist þytur um alla hina himnesku hvelfingu af ungum kvensálum, er hröðuðu sér til hjálpar, af því þær á jörðunni höfðu vitað, hvað kærleikur var. Og miljón á miljón ofan komu svífandi með ys og þys og fylktu sér um hástól drottins; og niður úr blárri hvelfingunni sást ótrúlegur grúi koma líðandi, eins og skæðadrífa í sólskini, og að augnabliki liðnu ómaði bæði nær og fjær eins og unaðslegur samsöngur: »Frelsaðu hann! frelsaðu hann!« Pá drap guð almáttugur höfði og mælti: »Ekki vissi ég fyr, að ástarkvalir eru ólíkar öllum öðrum kvölum í því, að enginn æskir að losna við þær.« En til þess að afturkalla ekki þá bölvan, er hann tvisvar hafði talað, tók hann nú stein í hönd sér og sagði: »Pann dag, er þessi steinn ber blómskrýddan rósrunn, mun ég fyrirgefa Don Júan og veita honum viðtöku í himin minn.« Og rétt sem snöggvast varð dauðaþögn meðal kvennanna, en svo hófu þær upp grát og kveinstafi þúsundum saman, því þær vissu, að nú var Don Júan eilíflega glataður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.