Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 38
I I 2
með yfirflutning (transplantation) af heilum líffærum. En sama
árið fékk hann stöðu við Rockefeller-stofnunina í Chícagó, sem er
álíka rannsóknastofnun og Pasteur-stofnunin í París. Par fékk hann
þá beztu hentugleika, sem hugsast geta, til að gera tilraunir
sínar, enda urðu þær og djarflegri ár frá ári.
Ein af fyrstu tilraunum hans þar var að skera nýra úr hvolpi
og sauma það aftur á milli hálsvöðva hans, undir hörundið. Hann
sameinaði nýrnaslagæðina við slagæð höfuðsins (carotis) og sömu-
leiðis blóðæð nýrans og höfuðblóðæð hálsins (vena fugularis),
en þvaggöngin lét hann mynna út í vélindið. Petta yfirflutta nýra
starfaði svo vel, að meira þvag kom úr því en hinu, sem var á
sínum rétta stað. Orsökin til þessa hefir sennilega verið sú, að
meira blóð streymdi gegnum yfirflutta nýrað, svo að þvagmynd-
unin varð sterkari í því. — Seinna gerði Carrel fjölmargar á-
þekkar tilraunir og yfirflutti oft bæði nýrun ásamt þvaggöngum
og hluta af blöðrunni til fjarlægra hluta líkamans. Sömuleiðis hef-
ur hann yfirflutt eggjastokka og eggjaleiðara ásamt tilheyrandi
taugum og bióðkerum, og hepnuðust þær tilraunir oftast nær líka,
Ein af tilraunum hans var að lækna hund, sem þjáðist af
sjúkdómi þeim, er nefnist myxödem og orsakast af bólgu eða
ofvexti í eitli þeim á hálsi spendýra, er nefnist skjaldbrjóskeitill
(glandula thyroidea). Carrel saumaði saman blóðæð eitilsins og
slagæðina (carotis) á hálsi hundsins. Petta hjálpaði seppa, sem
áður hafði verið sljór og sköllóttur, og þjáður af offitu og svefn-
sýki og öllum öðrum einkennum, er fylgja »myxödem«. Eftir
aðgerðina lifnaði hundurinn við, hár hans tók að vaxa, og hann
varð megri, enda þótt hann æti miklu meira en áður; og loks
varð hann svo fjörugur og ólmur, að menn urðu að loka hann
inni í klefa, því annars átti hann í látlausum illdeilum og áflogum
við aðra hunda.
Carrel hefur hepnast að skera skemda og sjúka hluta, margra
þumlunga langa, úr slagæðum og sauma inn í slagæðarnar hluta
af blóðæðum, annaðhvort frá sama einstakling eða þá frá öðru
dýri af sömu tegund. Petta hefur vanalega hepnast vel, jafnvel
þótt hinir yfirfluttu blóðæðahlutar hefðu verið geymdir í 3—4 vikur.
Árið 1908 tókst Carrel að yfirflytja heila útlimi frá einum
hundi til annars. Hann saumaði hvert einstakt vefjarlag útlimsins
við samskonar lag á móttökudýrinu, eða með öðrum orðum:
saumaði saman bein, beinhimnu, blóðæðar, slagæðar, taugar,