Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 48

Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 48
122 Heyr, sonur góður, söng á móður- tungu, er sumar gyllir hlíð og dal og strönd! f’ú manst hve forðum svanir mínir sungu og sældarorð mitt báru um höf og lönd. Og heim af sævi sigurorðið snjalla bar sona skarinn heim til minna fjalla. f’ú fórst í víking, frama og heiður sóttir til fjarra stranda, ungur, hugumstór; og bera mjög að orku af öðrum þóttir, með ættarbragð og skörungssvip af ÞÓR. f’ú gazt þér veg og göfgi hverju sinni, en gleymdir aldrei henni móbur þinni. Á hjartans rækt skal mikilmennið kenna. við móður þá, er býr við efni smá. f’ú kunnir aldrei heim af hólmi að renna, ef hennar gagn og sæmd við starfi lá. Það lék um svip þinn sólskin fjalla minna, er sástu eitthvað mér til gagns að vinna. Þótt fjarri sé þitt setur mínum ströndum, er samur tryggur hugur þinn til mín; ég vona að líf þitt langt sé fyrir höndum, sem lengst að fái ég að njóta þín: Þótt synir mínir unni mér í orði, þeir eru færri, er sýna það á borði. Með hörpuljóði úr helgidómi mínum, í hásal fjalla, myndir sendi eg þér. Og ástarkveðja úr átthögunum þínum þér yl og minning hjartansljúfa ber. Þ ér gangi jafnan alt að ósk og vonum, þú einn af mínum kœrstu og beztu sonum! Á 3.—5. bl. kemur svo hið eiginlega ávarp, og er það svo hljóðandi: »Cjllum íslendingum, eigi sízt oss Norðlendingum og Austfirðingum, má það ljóst vera, hve stórmikið þér hafið unnið til eflingar samgöng- nm landsins. Hagur sá, bæði beinn og óbeinn, er þjóð vorri hefur hlotnast fyrir þessa mikilvægu starfsemi yðar, er ómetanlegur. Yður hefur auðsjáanlega eigi dulist, hve styrkan þátt góðar sam- göngur eiga í hverskonar framförum og þrifum hverrar þjóðar. Ungur settuð þér yður það markmið, að koma samgöngum landsins á sjó, bæði við umheiminn og með ströndum fram, i það horf, að þær fullnægðu kröfum tímans. Um langt skeið hafið þér varið yðar mikilhæfu kröftum til þess að ná þessu marki, og einskis látið ófreistað, þrátt fyrir margfalda örðugleika. f’ví er það öllum góðum íslendingum hið mesta hrygðarefni, að þér hafið í svip séð yður neyddan til að láta af stjórn þess félags, sem þér höfðuð stofnað og stjómað með dæmafáum dugnaði, til þess að koma hugsjón yðar í framkvæmd. En sú er ósk vor og von, að yður megi auðnast að sjá hið mikla verk fullkomnað, sem þér hafið svo röggsamlega hafið, yður til ævar- andi sæmdar og fósturjörð yðar til ómetanlegs gagns. Erum vér þess fullvissir, að þér verðið jafnan talinn meðal hennar nýtustu og beztu sona. Árnandi yður allra heilla með mikilli virðingu« (200 undirskriftir).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.