Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 28
102 urinn, sem kveikt hafði vonarneistann hjá honum, kom upp úr öðru húsi á bak við stöðina. »Eg nœ ’enni ekki, ég næ ’enni ekki!« stundi hann upp með grátekka, um leið og hann vatt sér inn á stöðvarpallinn og sortnaði fyrir augum. En hvað það var tómlegt þarna! Hænsnin trítluðu í makind- um inni á milli gljáskygðra brautarteinanna; og stöðvarklukku- ólin dinglaði ofurrólega fram og aftur í morgunblænum. Augun í Jóni litla urðu óeðlilega stór, þegar hann sperti þau upp og starði út eftir tómum brautarteinunum, og leit svo hærra og hærra út í vonlausan sjóndeildarhringinn. Stöðvarstjórinn, grannur maður og harðleitur í andliti, kom út á stöðvarpallinn. »Áttir þú að fara með í skóginn?* »Já«, sagði Jón litli með grátekka í kverkunum, eins og hon- um yrði nú fyrst ljóst, hvílíkum óskapa vonbrigðum hann hefði orðið fyrir. »Já, hver sem ætlar sér með eimlestinni, verður að sjá um að koma í tæka tíð«, sagði stöðvarstjórinn, eins og hann væri að þylja upp úr reglugjörð. »Já, en ég varð fyrst að flytja og tjóðra kálfana«, snökti Jón litli. »Ert það þá þú, sem ert hjá honum Stefáni í For?« Jón litli játti því. »Ég lét eimlestina bíða í fimm mínútur fram yfir venjulegan tíma, af því hann Pétur kennari bað mig svo innilega um það; það hafði víst sést til ferða þinna; — en þegar þú varst þá ekki enn kominn — —« í þessu bar konu stöðvarstjórans þar að: »Aumingja pilturinn! varð hann eftir!« Hún leit framan í hann og sá, hvað hann var grátbólginn. »Komdu inn með mér og fáðu þér kaffisopaU Þessi góða frú gaf honum líka kökur. Jón litli tylti sér að- eins yzt á bríkina á fína legubekknum og þorði varla að líta upp fyrir feimni, meðan hann var að sötra í sig kaffið hálfsnöktandi. En ekki er lán lengur en léð er. Undireins og hann var bú- inn úr bollanum, laukst hurð vingjarnlegu frúarinnar á bera hæl- ana á Nonna litla. (Pýtt af G. G. og V. G.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.