Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 46
120
að sumrinu og um 40 °/o að vetrinum. Sé farmgjaldið milli íslands^og
útlanda talið nema r,200,000 kr. á ári, eins og gert var fyrir 3 ár-
um (nú sjálfsagt talsvert meira) og x/s þess látinn koma á vetrarmán-
uðina (sem nokkur reynsla er fyrir), þá má áætla, að niðurfærslan á
þvi einu hafi numið 360,000 kr. á ári, og er þar við bætist niður-
3. Þriðja blað ávarpsins.
færslan á fargjaldi farþega og á fæðisgjaldi, þá mun óhætt að telja
niðurfærsluna alls um 400,000 kr. á ári. Og þar sem nú Þór. Tuli-
nius hefir rekið; siglingastarf sitt í 17 ár, er auðsætt, að það skiftir
miljónum, sem Island hefir grætt á skipaferðum hans beinlínis. En þar
við bætist sá stórkostlegi óbeini hagnaður, sem bættar samgöngur
jafnan hafa í för með sér, og hann verður ekki tölum talinn.