Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 72
146 eru það heldur þeir, sem aðeins eiga til hnífs og skeiðar, sem bágast eiga með að ráða fram úr hvað þeir eigi að éta á morgun, Pví meira sem menn eiga, pi>i meira vantar pd; það er óumflýjanleg af- leiðing þess lögmáls, að þarfir vaxa, þegar þeim er fullnægt. Því tryggari sem framtíð einhvers manns er að almanna dómi, því sokkn- ari verður hann niður í umhugsunina fyrir því, hvernig hann eigi að lifa og sjá fyrir börnum sínum og barnabörnum. f’að er ómögulegt að hugsa sér allar þær áhyggjur, sem efnamaðurinn hefir við að stríða — fjölda þeirra, víðtæki og fjölbreytni« (bls. 3—6). »Spurningunni um, hvað útheimtist til að lifa, svara menn á ýmsan hátt, eftir því hvar þeir standa í mannfélagsstiganum og eftir mismunandi metorðagirnd og misjöfnu uppeldi; en við uppeldi skilja menn oftast ytri lífs-tízku, svo sem hýbýlasnið, klæðaburð og borð- hald, — með öðrum orðum uppeldi, sem nær rétt inn úr skinninu. F)TÍr ákveðið lágmark og þaðan af meira í tekjum, kaupgjaldi eða launum er mögulegt að lifa, ómögulegt þar fyrir neðan, Við höfum séð menn fyrirfara sjálfum sér, sökum þess að efni þeirra komust niður fyrir ákveðið lágmark. Þeir kusu heldur að hverfa úr sögunni, en að spara við sig. En gáið að! Einmitt þetta lágmark, sem fylti þá örvæntingu, hefði efalaust verið aðgengilegt fyrir aðra, sem ekki voru jafnþurftarfrekir, og jafnvel öfundsvert í þeirra augum, sem eru lítilþægir. Upp til fjalla breytist jurtagróðurinn eftir því sem ofar dregur. Þar eru belti með vanalegum jurtagróðri, skógum, beitilandi, berum klettum og jöklum. — Fyrir ofan ákveðið belti finst ekki framar hveiti, en vínviðurinn þróast þar. Eikin hættir neðarlega, en grenitrén dafna allhátt uppi. Mannlegt líf og þarfir þess minna á þessi gróður- einkenni. Við ákveðna fjármálahæð þrffst fjármálaburgeisinn, »klúbb«- maðurinn, hefðarkonan, í stuttu máli allir þeir, sem telja með lífs- nauðsynjum svo og svo marga þjóna og vagna og nokkrar húseignir í bæjum og til sveita. Þá kemur hinn auðugi og efri hluti miðstéttar- innar með sína siði og háttu! Á öðrum sviðum hittum við efnamenn, menn í miðlungsefnum og efnalitla menn, mjög ólíka í kröfum. Því næst kemur alþýðan — handiðnamenn, daglaunamenn, bændur, í stuttu máli: fjöldinn, sem lifir 1 þéttum hnapp, eins og smájurtir á fjallatoppunum, þar sem stærri jurtagróður fær ekki lengur dafnað« (bls. 66—7). Þessar glepsur geta máske gefið nokkra hugmynd um bókina. Efni hennar er að mæla með einföldu lífi á öllum sviðum, og sýna fram á, að því verði jatnan samfara mest farsældin og ánægjan. En margbreytninni, tildrinu og prjálinu fylgi nýjar áhyggjur, nýjar þarfir og ný óánægjuefni. Er bókinni skift í marga kafla og þetta sýnt á öllum sviðum lífsins, og oft með snjöllum dæmum og samlíkingum. En ekki er þó laust við, að mælgin sé stundum fullmikil og meira teygt úr efninu, en full þörf er á, enda er höf. franskur prestur af þýzkum ættum. En hugleiðingar bókarinnar eru svo hollar og þarfar, ekki síður fyrir íslendinga en aðra, núna síðasta skeiðið, að óskandi væri, að sem flestir kyntu sér hana. J’ýðingin er góð, og er auðséð, að þýðandinn (landsbókavörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.